Bókasafns- og upplýsingafræðingur - Velferðarráðuneytið - Reykjavík - 201711/1732

Starf bókasafns- og upplýsingafræðings í velferðarráðuneytinu.

Velferðarráðuneytið auglýsir laust til umsóknar starf bókasafns- og upplýsingafræðings á skrifstofu  rekstrar og innri þjónustu.

Helstu verkefni:

 • Vinna við skjalastjórn og skjalavörslu ráðuneytisins.
 • Skráning erinda/mála.
 • Frágangur skjala/mála í málaskrá.
 • Frágangur eldri skjala.
 • Þjónusta og ráðgjöf við starfsfólk varðandi skjalamál og skjalakerfi.
 • Leitir í skjalasafni, upplýsingaöflun og –miðlun.

Menntunar- og hæfniskröfur:

 • Háskólapróf í bókasafns- og upplýsingafræði.
 • Þekking og reynsla af skjalastjórn.
 • Þekking á opinberri stjórnsýslu er æskileg.
 • Ábyrgð, nákvæmni og vandvirkni.
 • Frumkvæði, sjálfstæði í vinnubrögðum og skipulagshæfni.
 • Mjög gott vald á íslensku í ræðu og riti er skilyrði.
 • Góð kunnátta í ensku og vald á einu Norðurlandamáli er kostur.
 • Hæfni við miðlun upplýsinga.
 • Jákvæðni og lipurð í mannlegum samskiptum og samstarfshæfni.

Um launakjör fer samkvæmt kjarasamningi Félags háskólamenntaðra starfsmanna Stjórnarráðsins og fjármála- og efnahagsráðherra. Ráðuneytið hvetur karla jafnt sem konur til að sækja um starfið.

Upplýsingar um starfið veitir Kristín Hagalín Ólafsdóttir, skjala- og upplýsingastjóri, í síma 545 8100.

Umsóknir ásamt upplýsingum um menntun, starfsferil og starfsheiti skulu berast velferðarráðuneytinu, Skógarhlíð 6, 105 Reykjavík eða í tölvupósti á póstfangið [email protected] eigi síðar en mánudaginn 20. nóvember 2017. Tekið skal fram að umsóknir geta gilt í sex mánuði frá því að umsóknarfrestur rennur út, sbr. reglur nr. 464/1996, um auglýsingar á lausum störfum, með síðari breytingum. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu í starfið liggur fyrir.

Velferðarráðuneytinu, 3. nóvember 2017.

Efnisorð

Var efnið hjálplegt?Nei
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn