Framleiðslustjóri - Kvikmyndamiðstöð Íslands - Reykjavík - 201711/1727

 

Kvikmyndamiðstöð Íslands leitar að öflugum einstaklingi í starf framleiðslustjóra. Um er að ræða áhugavert og krefjandi starf með það að markmiði að efla kvikmyndagerð og kvikmyndamenningu á Íslandi. Framleiðslustjóri annast umsýslu og afgreiðslu styrkumsókna sem berast stofnuninni vegna kvikmyndagerðar.

Starfssvið:

 • Umsjón með móttöku, skráningu og meðferð umsókna um styrki úr Kvikmyndasjóði og endurgreiðslu vegna kvikmyndagerðar.
 • Samskipti við umsækjendur, kvikmyndaráðgjafa og aðra hluteigandi aðila.
 • Samskipti við erlenda sjóði og samstarfsaðila KMÍ.
 • Skipulagning funda með kvikmyndaráðgjöfum, umsækjendum og endurgreiðslunefnd vegna kvikmynda ásamt ritun fundargerða og utanumhald gagna.
 • Mat á gögnum sem lögð eru til grundvallar styrkveitingum.
 • Umsjón með tölfræðilegri úrvinnslu umsókna.

Menntunar- og hæfniskröfur:

 • Háskólamenntun sem nýtist í starfi.
 • Starfsreynsla / þekking á kvikmyndum, listum og menningu.
 • Reynsla af umsýslu upplýsinga og gagna.
 • Reynsla af alþjóðlegu samstarfi er kostur.
 • Nákvæmni og sjálfstæð vinnubrögð.
 • Frumkvæði og lausnamiðuð hugsun.
 • Lipurð í samskiptum.

Umsóknarfrestur er til og með 20. nóvember 2017 nk.

Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi ríkisins og viðkomandi stéttarfélags. Um er að ræða 100% starf.

Umsækjendur eru vinsamlegast beðnir að sækja um starfið á heimasíðu Capacent Ráðninga, www.capacent.is. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin.

Umsókn um starfið þarf að fylgja ítarleg starfsferlisskrá og kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og rökstuðningur fyrir hæfni viðkomandi í starfið.

Nánari upplýsingar veita Thelma Lind Steingrímsdóttir ([email protected]) og Ásdís Hannesdóttir ([email protected]) hjá Capacent Ráðningum.

 

Kvikmyndamiðstöð Íslands var sett á fót árið 2003 og gegnir lykilhlutverki í íslenskri kvikmyndagerð með því að veita fjármagni til framleiðslu íslenskra kvikmynda og sjónvarpsverka, kynna íslenskar kvikmyndir á alþjóðlegum vettvangi og styðja við kvikmyndamenningu á Íslandi með margskonar hætti. Hlutverk Kvikmyndamiðstöðvar Íslands er skilgreint í Kvikmyndalögum nr. 137/2001. 

Efnisorð

Var efnið hjálplegt?Nei
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn