Ljósmóðir - Heilsugæslan Sólvangi Hafnarfjörður 201711/1725

 

Ljósmóðir óskast til starfa við Heilsugæsluna Sólvangi í 50% ótímabundið starf með möguleika á auknu starfshlutfalli. Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf 1. janúar 2018 eða eftir nánari samkomulagi.

Á Heilsugæslunni Sólvangi eru starfandi sérfræðingar í heimilislækningum ásamt hjúkrunarfræðingum, ljósmæðrum, sálfræðingi, hreyfistjóra og riturum. Heilsugæslan Sólvangi er hverfisstöð og er fyrst og fremst ætlað að veita íbúum almenna, samfellda og aðgengilega heilbrigðisþjónustu. Starfsemi heilsugæslunnar er í örri framþróun þar sem áhersla er lögð á náið samstarf fagstétta og teymisvinnu.

Nánari upplýsingar um starfsemi stöðvarinnar má finna á vef Heilsugæslunnar (www.heilsugaeslan.is).

Helstu verkefni og ábyrgð

Starfið felst aðallega í mæðravernd með aðkomu að ung- og smábarnavernd. Mæðravernd er í höndum ljósmæðra og heimilislækna á heilsugæslustöðvum og samráð er haft við fæðingarlækna ef þörf er á. Markmið með mæðravernd heilsugæslunnar er m.a. að stuðla að heilbrigði móður og barns, veita stuðning og ráðgjöf, greina áhættuþætti og veita fræðslu um meðgöngu og fæðingu. Í ung- og smábarnavernd er fylgst með heilsu og þroska barna frá fæðingu til sex ára aldurs.

Leitað er eftir reynslumikilli ljósmóður með reynslu af og áhuga á teymisvinnu sem hefur áhuga á að starfa í öflugu þverfaglegu teymis heilbrigðisstarfsfólks.

Hæfnikröfur

  • Starfsleyfi sem ljósmóðir, ásamt íslensku hjúkrunarleyfi skilyrði.
  • Reynsla af vinnu á fæðingardeild og/eða meðgöngudeild kostur.
  • Reynsla sem ljósmóðir á heilsugæslustöð æskileg.
  • Reynsla á vökudeild eða barnaspítala kostur.
  • Góð þekking/próf í brjóstaráðgjöf.
  • Góð færni í mannlegum samskiptum.
  • Sjálfstæði í starfi.
  • Góð íslenskukunnátta skilyrði.

Frekari upplýsingar um starfið

Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og Ljósmæðrafélag Íslands hafa gert.
Umsókn skal fylgja ítarleg náms- og starfsferilsskrá ásamt kynningarbréfi. Jafnframt skal leggja fram staðfestar upplýsingar um menntun og staðfest afrit af opinberu starfsleyfi.

Mat á hæfni umsækjenda byggist á innsendum gögnum og viðtölum við umsækjendur. Gögn sem ekki er hægt að senda rafrænt skulu berast Svövu Þorkelsdóttur, mannauðsstjóra Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, Álfabakka 16, 109 Reykjavík.

Tekið er mið af jafnréttisstefnu Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins við ráðningu í starfið. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu liggur fyrir. Umsókn getur gilt í 6 mánuði.

Starfshlutfall er 50%
Umsóknarfrestur er til og með 20.11.2017

Nánari upplýsingar veitir

Heiða Sigríður Davíðsdóttir - [email protected] - 550-2600
Svava Kristín Þorkelsdóttir - [email protected] - 585-1300


HH Sólvangi hjúkrun

Sólvangsvegi 2-3
220 Hafnarfjörður

Efnisorð

Var efnið hjálplegt?Nei
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn