Rafvirki - Vegagerðin - Kópavogur - 201711/1723

 

Starf rafvirkja á vitadeild Vegagerðarinnar í Kópavogi er laust til umsóknar.  Um er að ræða 100% starf. 

 Starfssvið

  • Viðhald rafbúnaðar fyrir vegbúnað, vita og siglingamerki um allt land
  • Önnur tilfallandi störf

Menntunar- og hæfniskröfur 

  • Sveinspróf í rafvirkjun
  • Fimm ára starfsreynsla í faginu æskileg
  • Almenn ökuréttindi
  • Framúrskarandi hæfni í mannlegum samskiptum
  • Frumkvæði og hæfni til að vinna sjálfstætt sem og í hóp
  • Góð kunnátta í íslensku
  • Æskilegt að vera sjóhraustur. Fer í sjóferðir árlega
  • Vinnur í vitum og möstrum og því nauðsynlegt að vera ekki lofthræddur

Vegagerðin er eftirsóknarverður vinnustaður sem hentar jafnt báðum kynjum og í samræmi við starfsmannastefnu Vegagerðarinar eru konur með tilskildar hæfniskröfur sérstaklega hvattar til að sækja um starfið.  

Æskilegt er að umsækjendur geti hafið störf sem fyrst.

Laun eru greidd samkvæmt kjarasamningi ríkisins og viðkomandi stéttarfélags.

Umsóknarfrestur er til og með 20. Nóvember 2017.  Umsóknir berist Vegagerðinni á netfangið [email protected]. Í umsókninni komi fram persónulegar upplýsingar ásamt upplýsingum um þá menntun og hæfni sem óskað er.

Nánari upplýsingar  um starfið veitir Sigurbjörg J. Narby Helgadóttir mannauðsstjóri og Sigurður Áss Grétarsson framkvæmdastjóri siglingasviðs í síma 522 1000
Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin.

Efnisorð

Var efnið hjálplegt?Nei
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn