Þjónustufulltrúi - Heilsugæslan Glæsibæ - Reykjavík - 201711/1728

 

Heilsugæslan Glæsibæ auglýsir laus til umsóknar tvö ótímabundin störf þjónustufulltrúa. Æskilegt er að viðkomandi geti hafið 1. desember eða eftir nánara samkomulagi. Starfshlutfall er 100%.

Heilsugæslan Glæsibæ er hverfisstöð sem þjónar íbúum Voga- og Heimahverfis en nánari upplýsingar um starfsemi stöðvarinnar má finna á vef Heilsugæslunnar (www.heilsugaeslan.is).

Helstu verkefni og ábyrgð

Þjónustufulltrúi sinnir verkefnum daglegs reksturs er lúta að móttöku skjólstæðinga, símavörslu og tímabókunum. Þjónustufulltrúi tryggir að fyrsta viðmót skjólstæðings sé ávallt til fyrirmyndar hvort heldur sem er í síma eða í móttöku. Hann sér um ritun ýmissa gagna er snerta meðferð skjólstæðinga og gengur frá þeim í samræmi við verklag á stöð. Ásamt því að gæta að góðu verklagi á skrifstofu í samvinnu við aðra þjónustufulltrúa.

Hæfnikröfur

Nám í læknaritun, heilbrigðisritun eða annað nám sem nýtist í starfi. Reynsla af ritarastarfi er skilyrði. Mikilvægt er að viðkomandi búi yfir hæfni og lipurð í mannlegum samskiptum og hafi góða almenna tölvukunnáttu. Þekking á Sögukerfi er kostur.

Frekari upplýsingar um starfið

Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og SFR - stéttarfélag í almannaþjónustu hafa gert.
Stéttarfélag er SFR - stéttarfélag í almannaþjónustu.

Umsókn skal fylgja ítarleg náms- og starfsferilsskrá. Mat á hæfni umsækjenda byggist á innsendum gögnum og viðtölum við umsækjendur.

Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin. Umsókn getur gilt í 6 mánuði.

Starfshlutfall er 100%
Umsóknarfrestur er til og með 20.11.2017

Nánari upplýsingar veitir

Halldór Jónsson - [email protected] - 599-1300
Svava Kristín Þorkelsdóttir - [email protected] - 585-1300


HH Glæsibæ

Álfheimum 74
104 Reykjavík

Efnisorð

Var efnið hjálplegt?Nei
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn