Heilbrigðisritari/skrifstofumaður - Landspítali, kvenlækningadeild - Reykjavík - 201711/1710

Heilbrigðisritari/ skrifstofumaður á móttökudeild kvenlækninga á Landspítala

Við leitum eftir jákvæðum og drífandi heilbrigðisritara/skrifstofumanni til starfa á kvenlækningadeild 21A við Hringbraut. Í boði er nýtt og spennandi starf og verkefnin m.a. tengd margvíslegum stjórnunarverkefnum deildarstjóra í krefjandi og líflegu starfsumhverfi með góðum starfsanda.

Kvenlækningadeild er í senn göngu-, dag- og legudeild þar sem bráðatilfellum kvensjúkdóma er sinnt sem og konum með góðkynja og illkynja sjúkdóma í grindarholi og brjóstum.
Vinnutíminn er kl. 8-16 virka daga og ráðið verður í starfið sem fyrst, eigi síðar en 1. janúar 2018.

Helstu verkefni og ábyrgð

 • Vaktaskýrslugerð
 • Yfirferð tímaskráningar starfsmanna
 • Gerð breytingartilkynninga
 • Afleysing deildar- og móttökuritara
 • Umsjón ýmissa tilkynninga og skipulagning verkefna
 • Aðstoð við innköllunarstjóra deildarinnar
 • Önnur aðstoð og verkefni í samvinnu við deildarstjóra

Hæfnikröfur

 • Heilbrigðisritaramenntun æskileg eða reynsla af ritarastörfum
 • Góðir skipulags- og samskiptahæfileikar, þjónustulipurð og jákvæðni
 • Mjög góð tölvukunnátta, þ.m.t. Excel, Word og PowerPoint
 • Kunnátta á Sögu, Orbit, Oracle, Vinnustund ásamt vaktaskýrslugerð æskileg en ekki skilyrði
 • Sjálfstæð vinnubrögð, frumkvæði í starfi og sveigjanleiki
 • Góð íslenskukunnátta

Frekari upplýsingar um starfið

Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og SFR - stéttarfélag í almannaþjónustu hafa gert.
Sótt er um starfið rafrænt á; www.landspitali.is, undir "laus störf". Öllum umsóknum verður svarað. Tekið er mið af jafnréttisstefnu LSH við ráðningar á spítalanum.

Umsókn fylgi náms- og starfsferilskrá.

Landspítali er lifandi og fjölbreyttur vinnustaður þar sem yfir 5000 manns starfa í þverfaglegum teymum og samstarfi ólíkra fagstétta. Framtíðarsýn Landspítala er að vera háskólasjúkrahús í fremstu röð þar sem sjúklingurinn er ávallt í öndvegi. Lykiláherslur í stefnu spítalans eru öryggismenning, skilvirk og vönduð þjónusta, uppbygging mannauðs og stöðugar umbætur.

Starfshlutfall er 80 - 100%
Umsóknarfrestur er til og með 20.11.2017

Nánari upplýsingar veitir

Hrund Magnúsdóttir - [email protected] - 825 3752


LSH Kvenlækningadeild

Hringbraut
101 Reykjavík

Efnisorð

Var efnið hjálplegt?Nei
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn