Lyfjatæknir - Sjúkrahúsapótek Landspítala - Reykjavík - 201711/1714

Við viljum ráða tvo lyfjatækna í fullt starf, annars vegar í grunnstarfsemi apóteksins, þar sem m.a. fer fram öll dreifing lyfja til deilda spítalans, birgðastýring og lyfjaskömmtun og hins vegar í afgreiðsluapótekið þar sem fram fer afgreiðsla lyfseðla til sjúklinga spítalans. Störfin eru laus nú þegar eða eftir samkomulagi.

Jafnfram óskum við eftir lyfjatækni í afleysingastarf til eins árs frá 1. janúar 2018 í grunnstarfsemi apóteksins. Vinnutími er frá 8-16, virka daga auk vakta á rauðum dögum eftir að þjálfun lýkur.

Sjúkrahúsapótek Landspítala telur 56 lyfjafræðinga og lyfjatækna sem starfa við fjölbreytt verkefni í nánu samstarfi við aðra starfsmenn spítalans. Hlutverk Sjúkrahúsapóteks Landspítala er að þjónusta deildir spítalans og sjúklinga með öflun og dreifingu lyfja ásamt faglegri upplýsingagjöf. Starfsemin skiptist í 4 starfsstöðvar, grunnstarfsemi, blöndun lyfja með smitgát fyrir dag og göngudeildir, afgreiðsluapótek og klínískt teymi lyfjafræðinga.

Helstu verkefni og ábyrgð

 •  Innkaup, vörumóttaka og frágangur lyfja 
 •  Birgðastýring lyfja á deildum 
 •  Lyfjaskömmtun fyrir sjúklinga
 • Afgreiðsla lyfseðla og hjúkrunarvara
 • Önnur tilfallandi verkefni

Hæfnikröfur

 • Skipulögð, sjálfstæð og nákvæm vinnubrögð
 • Frumkvæði, metnaður og samviskusemi
 • Góð samskiptahæfni og jákvætt viðmót
 • Góð íslenskukunnátta bæði tal- og ritmál
 • Góð tölvukunnátta
 • Reynsla af lyfjatæknastörfum er kostur
 • Íslenskt starfsleyfi lyfjatæknis

Frekari upplýsingar um starfið

Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og SFR - stéttarfélag í almannaþjónustu hafa gert.
Sótt er um starfið rafrænt á; www.landspitali.is, undir "laus störf". Öllum umsóknum verður svarað. Tekið er mið af jafnréttisstefnu LSH við ráðningar á spítalanum.

Umsókn skal fylgja náms- og starfsferilskrá ásamt starfsleyfi.

Landspítali er lifandi og fjölbreyttur vinnustaður þar sem yfir 5000 manns starfa í þverfaglegum teymum og samstarfi ólíkra fagstétta. Framtíðarsýn Landspítala er að vera háskólasjúkrahús í fremstu röð þar sem sjúklingurinn er ávallt í öndvegi. Lykiláherslur í stefnu spítalans eru öryggismenning, skilvirk og vönduð þjónusta, uppbygging mannauðs og stöðugar umbætur.

Starfshlutfall er 100%
Umsóknarfrestur er til og með 20.11.2017

Nánari upplýsingar veitir

Inga Jakobína Arnardóttir - [email protected] - 543 8246/ 825 5070


LSH Sjúkrahúsapótek

Hringbraut
101 Reykjavík

Efnisorð

Var efnið hjálplegt?Nei
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn