Skrifstofumaður - Menntadeild Landspítala - Reykjavík - 201711/1716

 

Menntadeild Landspítala vill ráða til starfa öflugan liðsmann sem hefur áhuga á fjölbreyttu starfi í krefjandi þverfaglegu umhverfi. Við viljum ráða sjálfstæðan, töluglöggan og metnaðarfullan einstakling sem er jákvæður og lausnamiðaður og á auðvelt með að vinna í teymi. Starfið er tímabundið til eins árs.

Menntadeildin er í stöðugri framþróun og þar er unnið að margvíslegum verkefnum. Menntadeild heyrir undir framkvæmdastjóra hjúkrunar og lækninga og kemur að skipulagi klínísks náms, símenntun fagfólks og styður við kennsluhlutverk starfsfólks á Landspítala. Starfið er laust frá 1. desember 2017.

Helstu verkefni og ábyrgð

  • Ýmis hefðbundin skrifstofustörf
  • Ýmis fjölbreytt og krefjandi verkefni

Hæfnikröfur

  • Framúrskarandi hæfni í mannlegum samskiptum er skilyrði
  • Tölvufærni, skipulagshæfileikar og sjálfstæð vinnubrögð eru skilyrði
  • Góð færni í íslensku töluðu og rituðu máli
  • Menntun og reynsla sem nýtist í starfi

Frekari upplýsingar um starfið

Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og SFR - stéttarfélag í almannaþjónustu hafa gert.
Sótt er um starfið rafrænt á; www.landspitali.is, undir "laus störf". Öllum umsóknum verður svarað. Tekið er mið af jafnréttisstefnu LSH við ráðningar á spítalanum.

Umsókn fylgi náms- og starfsferilskrá.

Landspítali er lifandi og fjölbreyttur vinnustaður þar sem yfir 5000 manns starfa í þverfaglegum teymum og samstarfi ólíkra fagstétta. Framtíðarsýn Landspítala er að vera háskólasjúkrahús í fremstu röð þar sem sjúklingurinn er ávallt í öndvegi. Lykiláherslur í stefnu spítalans eru öryggismenning, skilvirk og vönduð þjónusta, uppbygging mannauðs og stöðugar umbætur.

Starfshlutfall er 50%
Umsóknarfrestur er til og með 20.11.2017

Nánari upplýsingar veitir

Hrund Scheving Thorsteinsson - [email protected] - 543 1490


LSH Menntadeild

Ármúla 1a
108 Reykjavík

Efnisorð

Var efnið hjálplegt?Nei
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn