Þjónusturáðgjafi - Vinnumálastofnun - Reykjavík - 201711/1740

 

Vinnumálastofnun - Þjónusturáðgjafi
 
Vinnumálastofnun leitar að þjónusturáðgjöfum til starfa á þjónustuskrifstofu VMST á höfuðborgarsvæðinu til að veita þeim sem til stofnunarinnar leita fyrstu ráðgjöf og þjónustu. 
Stofnunin er að efla og styrkja framlínuráðgjöf sína og munu nýir þjónusturáðgjafar taka þátt í að móta starfið. 
Leitað er eftir einstaklingum sem eiga auðvelt með að tileinka sér gildi Vinnumálastofnunar: Fyrirmyndarþjónusta; Virðing; Áreiðanleiki.

Helstu verkefni og ábyrgð
- Fagleg og persónuleg leiðsögn til þjónustuþega um réttindi, skyldur og þjónustuleiðir í samræmi við lög og reglur og þarfir hvers og eins.
- Að veita fyrirmyndarþjónustu til þjónustuleitenda í móttöku á þjónustuskrifstofu, í gegnum síma, netspjall og tölvupóst.
- Aðstoð við fyrstu skref í atvinnuleitinni, umsóknir, óskastörf og ferilskrá.
- Meðhöndlun og úrvinnsla umsókna.

Hæfnikröfur
- Háskólapróf sem nýtist í starfi s.s. á sviði félagsvísinda og lögfræði.
- Metnaður fyrir því að veita fyrirmyndarþjónustu.
- Samskipta- og skipulagshæfni.
- Vilji til að læra og takast á við nýja hluti.
- Mjög góð íslenskukunnátta bæði munnleg og skrifleg.
- Mjög góð enskukunnátta bæði munnleg og skrifleg.

Frekari upplýsingar um starfið
Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og Fræðagarður hafa gert.

Starfshlutfall er 100%
Umsóknarfrestur er til og með 27.11.2017

Nánari upplýsingar veitir
Vilmar Pétursson - [email protected] - 5154800
Guðrún Íris Guðmundsdóttir - [email protected] - 5154800

Vinnumálastofnun
Kringlan 1
103 Reykjavík


Smelltu hér til að sækja um starfið

 

Efnisorð

Var efnið hjálplegt?Nei
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn