Verkefnastjóri - Háskólinn á Akureyri, hug- og félagsvísindasvið - Akureyri - 201711/1744


Verkefnastjóri við hug- og félagsvísindasvið

Háskólinn á Akureyri auglýsir laust til umsóknar starf verkefnastjóra á hug- og félagsvísindsviði. 

Verkefnastjóri ber ábyrgð á skipulagi og framkvæmd upplýsingaflæðis sem varðar almenna stoðþjónustu og stjórnun á sviðinu, t.d. nám, kennslu, starfsmannahald og fjárhag. Starfið felur m.a. í sér ábyrgð með skráningu og úrvinnslu upplýsinga í launakerfi og skráningu og úrvinnslu upplýsinga um nám, kennslu og rannsóknir. Verkefnastjórinn heldur utan um gerð rekstraráætlunar sviðsins og aðstoðar stjórnendur sviðsins við áætlanagerð. Í starfinu felst einnig aðstoð við upplýsingagjöf og almenn stjórnsýsla á sviðinu ásamt öðrum verkefnum tengdum stjórnsýslu sviðsins og almennum skrifstofustörfum, samkvæmt þörfum hverju sinni. 

Um fullt starf er að ræða og er æskilegt að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst. Starfsstöðin er á háskólasvæðinu á Sólborg á Akureyri. Næsti yfirmaður er skrifstofustjóri hug- og félagsvísindasviðs.

Um er að ræða nýtt, áhugavert og fjölbreytt starf sem reynir á nákvæmni, samskiptahæfni og fagmennsku. Starfið felst í miklum samskiptum, samvinnu og þjónustu við starfsmenn og nemendur sviðsins. Hug- og félagsvísindasvið er stærsta námseining Háskólans á Akureyri og býður upp á fjölbreytt nám í tveimur deildum, kennaradeild og félagsvísinda- og lagadeild. Enduskipulagning á stjórnsýslu og skrifstofu sviðsins stendur yfir í ljósi þróunar og fjölgunar nemenda undanfarin ár.

Menntunar- og hæfniskröfur:
Háskólapróf sem nýtist í starfi, að lágmarki meistaragráða.
Þekking og reynsla af áætlanagerð.
Sveigjanleiki og geta til þess að vinna sjálfstætt og í teymi.
Gott vald á íslensku og ensku er nauðsynleg og færni í einu skandinavísku tungumáli er æskileg.
Reynsla af skrifstofustörfum og þekking og/eða reynsla af verkefnastjórnun er æskileg.
Skipulögð, sjálfstæð og vönduð vinnubrögð, frjó hugsun, rík þjónustulund, jákvæðni og lipurð í mannlegum samskiptum.
Þekking á háskólaumhverfinu og opinberri stjórnsýslu er kostur.
Góð almenn tölvu- og tækniþekking.

Umsókn skal fylgja:
Ítarleg náms- og starfsferilskrá.
Staðfest afrit af prófskírteinum.
Kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og rökstuðningur fyrir hæfni umsækjanda í starfið.
Tilnefna skal a.m.k. tvo meðmælendur og er æskilegt að annar þeirra sé næsti yfirmaður í núverandi eða fyrra starfi umsækjanda.

Umsóknarfrestur er til 27. nóvember 2017. Umsóknir og fylgigögn skal senda rafrænt á skrifstofu rektors Háskólans á Akureyri á netfangið [email protected]. Ekki er notað staðlað umsóknareyðublað. Ófullnægjandi umsóknir eru ekki teknar til greina. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin. Umsókn getur gilt í sex mánuði eftir að umsóknarfresti lýkur. Háskólinn á Akureyri áskilur sér rétt til að hafna öllum umsóknum.

Um launakjör fer samkvæmt kjarasamningi Félags háskólakennara á Akureyri og fjármálaráðherra.

Nánari upplýsingar um starfið veita Heiða Kristín Jónsdóttir skrifstofustjóri hug- og félagsvísindasviðs, í síma 460 8039, netfang [email protected] og Lars Gunnar Lundsten forseti hug- og félagsvísindsviðs, í síma 460 8650, netfang [email protected]

Háskólinn á Akureyri stuðlar að jafnrétti kynjanna og hvetur konur jafnt sem karla til að sækja um laus störf.

 

 

Efnisorð

Var efnið hjálplegt?Nei
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn