Aðstoðarmaður þjóðgarðsvarðar - Vatnajökurlsþjóðgarður - Kirkjubæjarklaustur - 201711/1756

 

Aðstoðarmaður þjóðgarðsvarðar á vestursvæði Vatnajökulsþjóðgarðs

Vatnajökulsþjóðgarður auglýsir starf aðstoðarmanns þjóðgarðsvarðar á Kirkjubæjarklaustri frá 1. janúar 2018. Um framtíðarstarf er að ræða.
Vatnajökulsþjóðgarður spannar allan Vatnajökul og stór landssvæði utan hans, alls rúmlega 14.000 km2. Á vestursvæðinu, sem er um fjórðungur af heildarflatarmáli þjóðgarðsins, er að finna þekkta áfangastaði á borð við Lakagíga, Eldgjá, Langasjó, Tungnaáröræfi, Jökulheima, Tungnafellsjökul, Nýjadal og Vonarskarð.
Viðkomandi heyrir undir þjóðgarðsvörð vestursvæðis á Kirkjubæjarklaustri.
 
Starfið er krefjandi, fjölbreytt og skemmtilegt og felur m.a. í sér:
Umsjón með rekstri Skaftárstofu – upplýsingamiðstöðvar.
Starfsmannahald og verkstjórn með sumarstarfsmönnum.
Faglega vinnu við landvörslu, öryggismál og aðgengi gesta.
Fræðslu og upplýsingagjöf.
Skýrslu- og áætlanagerð.
Samstarf við fjölmarga aðila, innan og utan þjóðgarðsins.
Önnur tilfallandi verkefni.

Eftirfarandi verður haft til viðmiðunar við val í starfið:

Háskólapróf eða sambærileg menntun sem nýtist í starfi.
Reynsla af rekstri og starfsmannahaldi.
Þekking og reynsla af landvörslu og náttúrutúlkun.
Þekking og reynsla af náttúruvernd og umhverfismálum.
Þekking á ferðamennsku og reynsla af fræðslu til ferðamanna.
Þekking á náttúru Íslands og sérstaklega á svæðinu vestan Vatnajökuls.
Mikil samskiptahæfni, sjálfstæði og frumkvæði í störfum.
Góð íslensku- og enskukunnátta, önnur tungumál kostur.
 
Laun eru samkvæmt kjarasamningi fjármálaráðherra og hlutaðeigandi stéttarfélags. Gert er ráð fyrir að viðkomandi hefji störf 2. janúar 2018.

Upplýsingar veitir þjóðgarðsvörður Fanney Ásgeirsdóttir í síma 842-4375 eða tölvupósti [email protected] 

Umsóknir ásamt ferilskrá skulu vera á rafrænu formi og sendast á netfangið [email protected] eigi síðar en 30. nóvember nk.

 

Efnisorð

Var efnið hjálplegt?Nei
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn