Landverðir - Vatnajökulsþjóðgarður - Suðurland - 201711/1750

 

Vatnajökulsþjóðgarður – vetur 2017-2018

Lýsing starfa
Vatnajökulsþjóðgarður auglýsir eftir landvörðum á suðursvæði þjóðgarðsins (Skaftafell, Jökulsárlón, Höfn) fyrir tímabilið nóvember til apríl eða hluta tímabilsins. Starfið felur í sér fræðslu til gesta, eftirlit og þrif á áningarstöðum, eftirlit við skriðjökla og önnur tilfallandi verkefni. 

Hæfniskröfur
Æskilegt er að umsækjendur hafi lokið landvarðanámskeiði, hafi ökuréttindi og a.m.k. skyndihjálparréttindi. Þekking á náttúru Íslands, jöklum og staðþekking á suðursvæði Vatnajökulsþjóðgarðs er kostur.

Annað
Laun eru greidd samkvæmt kjarasamningi fjármálaráðherra og Starfsgreinasambands Íslands. Bæði konur og karlar eru hvött til að sækja um.

Umsóknarfrestur er til og með 27. nóvember.

Nánari upplýsingar um störfin gefur Steinunn Hödd Harðardóttir, [email protected] sem tekur einnig við umsóknum á sama netfang.

 

Efnisorð

Var efnið hjálplegt?Nei
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn