Samskiptastjóri - Veðurstofa Íslands - Reykjavík - 201711/1765

 

Samskiptastjóri

Veðurstofa Íslands er opinber stofnun og heyrir undir umhverfis- og auðlindaráðuneytið. Hjá stofnuninni starfa um 135 manns með fjölbreytta menntun og starfsreynslu sem spannar mörg fræðasvið. Auk þess starfa um 110 manns við athugana- og eftirlitsstörf víðsvegar um landið. Viðfangsefni Veðurstofu Íslands eru eðlisþættir jarðarinnar: Loft, vatn, snjór, jöklar, jörð og haf. Hlutverk stofnunarinnar er öflun, varðveisla, úrvinnsla og miðlun upplýsinga. Starfsemin fer fram á eftirtöldum sviðum: Eftirlits- og spásviði, Athugana- og tæknisviði, Úrvinnslu- og rannsóknasviði, Fjármála- og rekstrarsviði og Skrifstofu forstjóra. Veðurstofan heldur á aðild Íslands að þremur alþjóðlegum stofnunum auk þess að hafa sterkt tengslanet við erlenda og innlenda samstarfs- og hagsmunaaðila. Nánari upplýsingar um stofnunina má finna á heimasíðu hennar www.vedur.is
Veðurstofa Íslands nýtur mikils traust í samfélaginu. Mikilvægt er að viðhalda því trausti sem  verður m.a. gert með því að vinna eftir framsækinni samskiptastefnu.

Veðurstofa Íslands óskar eftir að ráða í nýtt starf samskiptastjóra. Samkiptastjóri ber m.a. ábyrgð á að setja upp og innleiða samskiptastefnu stofnunarinnar, framfylgja henni með faglegumvinnubrögðum og nútíma tækni.  Starfið heyrir undir Skrifstofu forstjóra og mun viðkomandi sitja í framkvæmdaráði stofnunarinnar. 

Meginhlutverk 
Ábyrgð á verkefnum og verkferlum tengdum samskiptum við ytri og innri aðila þar með talið verkferlum og leiðbeiningum er tengjast samskiptum í atburðum
Ábyrgð á upplýsingamiðlun stofnunarinnar þ.m.t. hvaða miðlar eru notaðir, samnýting þeirra, hagnýting nýrrar tækni og hvernig best er að ná til einstakra markhópa
Heldur utan um formleg innlend og alþjóðleg tengslanet stofununarinnar auk þess að halda utan um samskipti við innlenda og erlenda samstarfs- og hagsmunaaðila
Heldur utan um samskipti við fjölmiðla og skipulagningu viðburða á vegum stofnunarinnar
Fylgist með þróun á sviði samskiptastjórnunar og sinnir faglegri ráðgjöf við stjórnendur og starfsmenn

Menntunar- og hæfniskröfur 
Háskólapróf sem nýtist í starfi: s.s. fjölmiðla-, samskipta-, markaðs- og eða upplýsingafræði
Framhaldsmenntun æskileg
Haldgóð reynsla af fjölmiðlun, samskiptastjórnun, upplýsinga- og eða markaðs- og kynningarmálum
Afburða hæfni til að miðla upplýsingum í gegnum mismunandi samskiptamiðla
Afburða hæfni í mannlegum samskiptum
Frumkvæði og metnaður og hæfni til að leiða verkefni og hópa
Hæfni til að tjá sig í ræðu og riti á íslensku og ensku
Skipulög vinnubrögð

Gildi Veðurstofunnar eru þekking, áreiðanleiki, samvinna og framsækni. Ráðningar hjá stofnuninni taka mið af þessum gildum.

Nánari upplýsingar um starfið veita Inga S. Arnardóttir, [email protected] og Gyða Kristjánsdóttir, [email protected], hjá Hagvangi.

Laun taka mið af kjarasamningum ríkisins og viðeigandi stéttarfélags og er umsóknarfrestur til og með 27. nóvember nk.

Umsækjendur eru vinsamlega beðnir um að sækja um starfið á heimasíðu Hagvangs, www.hagvangur.is

Efnisorð

Var efnið hjálplegt?Nei
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn