Hjúkrunarfræðingar - Landspítali, gjörgæsludeild - Reykjavík - 201711/1813

 

Hjúkrunarfræðingar - Gjörgæsla við Hringbraut
 
Störf hjúkrunarfræðinga á gjörgæsludeild við Hringbraut eru laus til umsóknar. Á deildinni starfa um 60 hjúkrunarfræðingar við fjölbreytt og krefjandi verkefni, í nánu samstarfi við fagfólk í öðrum sérgreinum og á öðrum deildum spítalans en heildarfjöldi starfsmanna er um 90 alls. 

Deildin þjónar einstaklingum sem þarfnast gjörgæslumeðferðar af margvíslegum ástæðum. Þar er einnig veitt sérhæfð meðferð, t.d. eftir hjartastopp og opnar hjartaaðgerðir. Gjörgæsludeildin heyrir undir aðgerðarsvið sem annast rekstur skurðstofa, gjörgæsludeilda, Blóðbanka, dauðhreinsunardeildar auk speglunardeildar.

Í boði er góð einstaklingsaðlögun undir leiðsögn reyndra hjúkrunarfræðinga og frábært starfsumhverfi. Starf á gjörgæsludeild býður upp á tækifæri til að þróa með sér mikla faglega þekkingu og hæfni í sjálfstæðum vinnubrögðum. Við bjóðum jafnt velkomna hjúkrunarfræðinga sem búa yfir þekkingu og reynslu sem og nýútskrifaða hjúkrunarfræðinga. 

Helstu verkefni og ábyrgð
» Ákveða, skipuleggja og veita hjúkrunarmeðferð í samráði við skjólstæðinga og bera ábyrgð á meðferð, samkvæmt starfslýsingu

Hæfnikröfur
» Góð samskiptahæfni og sjálfstæð vinnubrögð
» Hæfni og geta til að starfa í teymi
» Faglegur metnaður og áhugi á gjörgæsluhjúkrun
» Íslenskt hjúkrunarleyfi

Frekari upplýsingar um starfið
Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga hafa gert.
Öllum umsóknum verður svarað. Tekið er mið af jafnréttisstefnu LSH við ráðningar á spítalanum.

Störfin eru laus frá 1. janúar 2018 eða eftir nánari samkomulagi. Um er að ræða 3 stöðugildi. Unnið er í vaktavinnu og er starfshlutfall og vinnufyrirkomulag samkomulagsatriði en fastar næturvaktir eru í boði eftir að þjálfun lýkur.

Umsókn fylgi náms- og starfsferilskrá ásamt afriti af prófskírteinum og starfsleyfi. Ákvörðun um ráðningu byggist á innsendum gögnum og viðtölum.

Landspítali er lifandi og fjölbreyttur vinnustaður þar sem yfir 5000 manns starfa í þverfaglegum teymum og samstarfi ólíkra fagstétta. Framtíðarsýn Landspítala er að vera háskólasjúkrahús í fremstu röð þar sem sjúklingurinn er ávallt í öndvegi. Lykiláherslur í stefnu spítalans eru öryggismenning, skilvirk og vönduð þjónusta, uppbygging mannauðs og stöðugar umbætur.

Starfshlutfall er 80 - 100%
Umsóknarfrestur er til og með 20.12.2017

Nánari upplýsingar veitir
Árni Már Haraldsson - [email protected] - 543 7220
Þórgunnur Hjaltadóttir - [email protected] - 825 5136

LSH Gjörgæsla H
Hringbraut
101 Reykjavík


Smelltu hér til að sækja um starfið

 

Efnisorð

Var efnið hjálplegt?Nei
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn