Stjórnandi menntadeildar - Landspítali, menntadeild - Reykjavík - 201711/1807

 

Stjórnandi menntadeildar
 
Landspítali auglýsir laust til umsóknar starf deildarstjóra eða yfirlæknis menntadeildar Landspítala. Starfshlutfall er 100% og veitist starfið frá 1. febrúar 2018. Ráðið er í starfið til 5 ára, sbr. 9.gr. laga nr. 40/2007 og stefnu Landspítala í ráðningum stjórnenda.

Menntadeild tilheyrir sviði framkvæmdastjóra hjúkrunar- og lækninga ásamt gæða- og sýkingavarnardeild og vísindadeild. 

Helstu verkefni og ábyrgð
Forysta, samhæfing, stuðningur, ráðgjöf og eftirlit í náinni samvinnu við aðrar deildir spítalans varðandi eftirfarandi verkefni og málefni tengd þeim;

» Grunnmenntun heilbrigðisstétta á spítalanum
» Skipulag framhaldsmenntunar og framhaldsmenntunarráð
» Fagleg starfsþróun heilbrigðisstétta
» Áframhaldandi uppbygging og rekstur hermiseturs
» Eflingu öryggismenningar
» Stuðlar að þróun þekkingar með því að hvetja til rannsókna og nýta rannsóknarniðurstöður til stöðugra umbóta í starfseminni
» Ber ábyrgð á rekstri, framþróun, mannafla og áætlanagerð deildarinnar
» Tryggir árangursríkt samstarf við aðrar deildir spítalans og samstarfsstofnanir, með öryggi sjúklinga að leiðarljósi
» Stuðlar að árangursríku samstarfi við Háskóla Íslands og aðra innlenda og erlenda háskóla og rannsóknarstofnanir
» Þróun og nýting árangursvísa

Hæfnikröfur
» Menntun og framhaldsnám í heilbrigðisvísindum
» Reynsla af stjórnun og vísindastarfi
» Akademískt hæfi
» Framúrskarandi samskiptahæfni
» Framsækinn og dugmikill leiðtogi

Frekari upplýsingar um starfið
Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og viðkomandi stéttarfélag hafa gert.
Öllum umsóknum verður svarað. Tekið er mið af jafnréttisstefnu LSH við ráðningar á spítalanum.

Umsókn fylgi upplýsingar um nám, fyrri störf, kennslu og vísindavinnu. Umsókn fylgi einnig kynningarbréf með rökstuðningi fyrir hæfni og sýn á starfið.

Landspítali er lifandi og fjölbreyttur vinnustaður þar sem yfir 5000 manns starfa í þverfaglegum teymum og samstarfi ólíkra fagstétta. Framtíðarsýn Landspítala er að vera háskólasjúkrahús í fremstu röð þar sem sjúklingurinn er ávallt í öndvegi. Lykiláherslur í stefnu spítalans eru öryggismenning, skilvirk og vönduð þjónusta, uppbygging mannauðs og stöðugar umbætur.

Starfshlutfall er 100%
Umsóknarfrestur er til og með 18.12.2017

Nánari upplýsingar veitir
Sigríður Gunnarsdóttir - [email protected] - 543 1109
Ólafur Baldursson - [email protected] - 543 1160

LSH Skrifstofa hjúkrunar og lækninga
Eiríksgötu 5
101 Reykjavík


Smelltu hér til að sækja um starfið

 

Efnisorð

Var efnið hjálplegt?Nei
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn