Varðstjórar - Ríkislögreglustjóri - Reykjavík - 201711/1835


Varðstjórar - Ríkislögreglustjóri 

Við embætti ríkislögreglustjóra eru lausar til umsóknar sex (6) stöður varðstjóra í fjarskiptamiðstöð ríkislögreglustjóra (FMR), Skógarhlíð í Reykjavík. Stöðurnar veitast frá og með 1. janúar 2018.

Starfsmenn FMR veita lögreglumönnum úti á vettvangi aðstoð í formi leiðbeininga, upplýsinga o.fl., taka á móti neyðarsímtölum og tilkynningum til lögreglu, annast útkallsstýringu alls útkallsliðs lögreglu og stýra fyrstu aðgerðum lögreglu þegar hættu ber að höndum. 

Þá er FMR aðgerðarstjórnstöð ríkislögreglustjóra vegna öryggismála. Auk þess sinnir FMR vöktun Sirene skrifstofu og vaktar önnur upplýsinga- og samskiptakerfi utan dagvinnutíma. 
FMR er samtengd starfsemi Samhæfingar- og stjórnstöðvar almannavarna (SST) og er hluti af áhöfn hennar. 

Í dag eru unnið á  12 tíma vaktakerfi, svokallað 5-5-4. Fyrirhugað er að frá og með 15. febrúar 2018 verði breytt um vaktarkerfi og þá tekið í notkun til reynslu valfrjálst vaktkerfi þar sem starfsmönnum stendur til boða ýmist átta eða tólf  tíma vaktir.  

Menntunar- og hæfniskröfur:
Til þess að hljóta skipun í starf varðstjóra skal umsækjandi hafa starfað sem lögreglumaður í að minnsta kosti 2 ár frá því hann lauk prófi frá Lögregluskóla ríkisins eða diplómaprófi í lögreglufræðum sem jafngildir a.m.k. 120 stöðluðum námseiningum, þ.m.t. starfsnámi á vegum lögreglunnar. Sá sem skipaður er til að gegn þessum störfum skal sækja námskeið í mennta- og starfsþróunarsetri lögreglu, þegar slíkt námskeið er í boði, sem sniðið er að viðkomandi starfi, svo sem námskeið fyrir millistjórnendur í lögreglu og námskeið fyrir varðstjóra, hafi viðkomandi ekki sótt slíkt námskeið áður.
Góð enskukunnátta er skilyrði, önnur tungumálakunnátta er kostur.
Góð tölvukunnátta er skilyrði.
Þekking á Schengen-upplýsingakerfinu er kostur.

Nánari upplýsingar veita Jónína S. Sigurðardóttir og Jónas H. Þorgeirsson í síma 570-2613/570-2612.

Til þess að hljóta skipun í starf varðstjóra skal umsækjandi hafa starfað sem lögreglumaður í að minnsta kosti 2 ár frá því hann lauk prófi frá Lögregluskóla ríkisins eða diplómaprófi í lögreglufræðum sem jafngildir a.m.k. 120 stöðluðum námseiningum, þ.m.t. starfsnámi á vegum lögreglunnar. Sá sem skipaður er til að gegn þessum störfum skal sækja námskeið í mennta- og starfsþróunarsetri lögreglu, þegar slíkt námskeið er í boði, sem sniðið er að viðkomandi starfi, svo sem námskeið fyrir millistjórnendur í lögreglu og námskeið fyrir varðstjóra, hafi viðkomandi ekki sótt slíkt námskeið áður.

Umsóknarfrestur er til og með 15. desember 2017 og skal umsóknum skilað á netfangið [email protected]  eða til embættis ríkislögreglustjóra, Skúlagötu 21, 101 Reykjavík. Umsóknum skal skilað á sérstökum eyðublöðum sem fást hjá öllum lögreglustjórum. Einnig er hægt að nálgast þau á lögregluvefnum, www.logreglan.is undir liðnum liðnum „Eyðublöð – Ýmis leyfi“. - Í ljósi ríkjandi kynjahlutfalls innan lögreglu og jafnréttisáætlunar lögreglunnar, eru konur sérstaklega hvattar til að sækja um. 

Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um setningu hefur verið tekin.

Ráðningakjör eru samkvæmt kjarasamningi Landssambands lögreglumanna og fjármálaráðherra f.h. ríkissjóðs. Starfshlutfall er 100%. Ríkislögreglustjóri setur í stöðurnar til reynslu til 6 mánaða með möguleika á skipun í embætti í framhaldinu. Störfin eru vaktavinna. Umsóknir sem berast eftir að umsóknarfresti lýkur verða ekki teknar til greina.

Vakin er athygli á því að að engan má ráða til starfa hjá lögreglu sem hefur gerst sekur um refsivert athæfi sem telja má svívirðilegt að almenningsáliti eða sýnt af sér háttsemi sem getur rýrt það traust sem starfsmenn lögreglu verða almennt að njóta. Til þess að staðreyna þetta er lögreglu heimilt að afla upplýsinga úr sakaskrá og málaskrám lögreglu, sbr. 28. gr. a. lögreglulaga nr. 90/1996.

Reykjavík, 27. nóvember 2017 

Efnisorð

Var efnið hjálplegt?Nei
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn