Heilsugæslulæknir - Heilbrigðisstofnun Vesturlands - Borgarnes 201711/1854

 

 

Staða læknis við Heilbrigðisstofnun Vesturlands í Borgarnesi
 
Á Heilsugæslustöðinni í Borgarnesi fer fram fjölbreytt starfsemi en auk almennrar heilsugæsluþjónustu eins og móttöku, ungbarnaverndar, skólaheilsugæslu og mæðraverndar er þar teymisvinna í kring um vaktþjónustu að deginum, sykursýkismóttöku og lífstílsmóttöku. Upptökusvæði stöðvarinnar er víðfeðmt og nær yfir 5500 ferkílómetra svæði, þar eru u.þ.b 4000 íbúar auk tveggja háskóla með nemenda- görðum og ríflega 2000 sumarbústaða. 

Helstu verkefni og ábyrgð
Lögð er áhersla á faglegan metnað, jákvæðni og sveigjanleika. Lipurð og áreiðanleiki í samskiptum eru skilyrði.

Hæfnikröfur
Íslenskt lækningaleyfi er skilyrði og sérfræðiviðurkenning í heimilslækningum er æskileg.
Áskilinn er réttur til að hafna umsóknum frá einstaklingum sem ekki teljast uppfylla framangreind skilyrði

Frekari upplýsingar um starfið
Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og Læknafélag Íslands hafa gert.
Starfshlutfall er 100% en hægt að semja um annað, sem og vaktbyrði.
Umsókn skal fylgja ítarleg náms- og starfsferilsskrá. Jafnframt skal leggja fram staðfestar upplýsingar um læknismenntun, læknisstörf og vísinda- og rannsóknarstörf ásamt staðfestu afriti af opinberu starfsleyfi. Mat á hæfni umsækjenda byggist á innsendum gögnum og viðtölum við umsækjendur. Gögn sem ekki er hægt að senda rafrænt skulu berast til yfirlæknis heilsugæslustöðvarinnar í Borgarnesi. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin.

Starfshlutfall er 100%
Umsóknarfrestur er til og með 01.03.2018

Nánari upplýsingar veitir
Linda Kristjánsdóttir - [email protected] - 432-1430
Þórir Bergmundsson - [email protected] - 432-1000

HVE Borgarnes Heilsugæsla Lækningar
Borgarbraut 65
310 Borgarnes


Smelltu hér til að sækja um starfið

 

Efnisorð

Var efnið hjálplegt?Nei
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn