Verkefnastjóri - Ríkiseignir - Reykjavík - 201711/1867

 

 


Verkefnastjóri eignaumsýslu lands og jarða

Ríkiseignir óska eftir að ráða verkefnastjóra til að annast verkefni er varða land og jarðir í eigu ríkisins. Um er að ræða afar fjölbreytt og krefjandi verkefni.

Starfssvið:
Hagsmunagæsla varðandi nýtingu lands, gæða og auðlinda á ríkisjörðum.
Ráðgjöf um verðmætasköpun og framtíðarþróun.
Skilvirk og hagkvæm meðferð jarða og auðlinda.
Fyrirsvar og upplýsingagjöf vegna sölu, leigu eða ábúðar á ríkisjörðum.
Aðstoð við uppgjör og frágang við lok ábúðar- og leigusamninga.
Aðstoð við gerð gagnagrunns um land og auðlindir.

Hæfniskröfur og æskileg reynsla:
Háskólapróf eða önnur framhaldsmenntun sem nýtist í starfi.
Stjórnunarreynsla, s.s. verkefnastjórnun.
Reynsla af eignaumsýslu og verkefnum tengdum landbúnaði er kostur.
Jákvætt viðmót og færni í mannlegum samskiptum.
Nákvæmni í vinnubrögðum.
Gott vald á íslensku í ræðu og riti.

Ríkiseignir hafa umsjón með fasteignum, jörðum og auðlindum í eigu ríkisins í umboði fjármálaráðuneytis. Hlutverk Ríkiseigna er að tryggja örugga og hagkvæma umsýslu þessara eigna. Umsýsla fasteigna felst einkum í útleigu húsnæðis til stofnana ríkisins, viðhaldi fasteigna og daglegum rekstri þeirra. Umsýsla jarðeigna felst aðallega í útleigu og ábúð á ríkisjörðum, umsjón með leigusamningum og samskiptum við leigutaka og ábúendur. Að auki annast Ríkiseignir umsýslu og skráningu auðlinda í eigu ríkisins.
 
Laun eru samkvæmt gildandi kjarasamningi fjármála- og efnahagsráðherra og viðkomandi stéttarfélags. Um starfskjör, réttindi og skyldur fer að öðru leyti eftir lögum um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins, nr. 70/1996.

Umsóknir geta gilt í 6 mánuði frá því að umsóknarfrestur rennur út, sbr. 2. gr. reglna nr. 464/1996, um auglýsingar á lausum störfum með síðari breytingum.
 
Umsóknarfrestur er til og með 18. desember n.k.

Umsækjendur eru vinsamlegast beðnir að sækja um störfin á heimasíðu Capacent Ráðninga, www.capacent.is. Umsókn um starfið þarf að fylgja ítarleg starfsferilsskrá og kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og rökstuðningur fyrir hæfni viðkomandi í starfið. Nánari upplýsingar veita Jóna Björk Sigurjónsdóttir ([email protected]) og Andri Hrafn Sigurðsson ([email protected]) hjá Capacent Ráðningum.


Efnisorð

Var efnið hjálplegt?Nei
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn