Sjúkraliði - Landspítali, bráðamóttaka barna - Reykjavík - 201711/1850

 

Sjúkraliði óskast á bráðamóttöku barna, Barnaspítala Hringsins
 
Sjúkraliði óskast til starfa á bráðamóttöku barna 20D á Barnaspítala Hringsins. Starfshlutfall er 80%, unnið er á dag- og kvöldvöktum. Góð starfsaðlögun í boði með reyndum sjúkraliðum. Starf á bráðamóttöku barna er spennandi, síbreytilegt og jafnframt krefjandi í góðum starfsanda deildarinnar.

Barnaspítali Hringsins hefur forystu í heilbrigðisþjónustu við börn og unglinga á Íslandi. Þar er veitt fjölbreytileg heilbrigðisþjónusta sem krefst mikillar sérhæfingar og áhersla er lögð á fjölskylduhjúkrun. 
Bráðamóttaka barna er tilvísunarmóttaka þar sem hlutverk hjúkrunar er að taka á móti veikum börnum og unglingum að 18 ára aldri, greina vandamál þeirra og veita fyrstu meðferð. Stefna okkar er að vera í fararbroddi í þjónustu, kennslu og vísindum. 

Helstu verkefni og ábyrgð
» Móttaka, umönnun og eftirlit skjólstæðinga í samvinnu við aðra fagaðila
» Birgðaumsjón og fleiri tilfallandi verkefni á deildinni

Hæfnikröfur
» Íslenskt starfsleyfi sjúkraliða
» Faglegur metnaður í starfi
» Starfsreynsla æskileg
» Góð hæfni í mannlegum samskiptum

Frekari upplýsingar um starfið
Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og Sjúkraliðafélag Íslands hafa gert.
Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin. Tekið er mið af jafnréttisstefnu LSH við ráðningar á spítalanum.

Umsókn fylgi náms- og starfsferilskrá ásamt afriti af prófskírteinum og sjúkraliðaleyfi.

Landspítali er lifandi og fjölbreyttur vinnustaður þar sem yfir 5000 manns starfa í þverfaglegum teymum og samstarfi ólíkra fagstétta. Framtíðarsýn Landspítala er að vera háskólasjúkrahús í fremstu röð þar sem sjúklingurinn er ávallt í öndvegi. Lykiláherslur í stefnu spítalans eru öryggismenning, skilvirk og vönduð þjónusta, uppbygging mannauðs og stöðugar umbætur.

Starfshlutfall er 80%
Umsóknarfrestur er til og með 18.12.2017

Nánari upplýsingar veitir
Ingileif Sigfúsdóttir - [email protected] - 543 3705/ 3730


LSH Bráðamóttaka BH
Hringbraut
101 Reykjavík


Smelltu hér til að sækja um starfið

 

Efnisorð

Var efnið hjálplegt?Nei
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn