Fulltrúar á sviði þróunarsamvinnu - Utanríkisráðuneytið - Reykjavík - 201712/1875

 

Háskólamenntaðir fulltrúar á sviði þróunarsamvinnu

Utanríkisráðuneytið óskar eftir að ráða háskólamenntaða fulltrúa til starfa á sviði alþjóðlegrar þróunarsamvinnu s.s.  á sviði  tvíhliða og fjölþjóðlegrar þróunarsamvinnu, svæðasamstarfs,  samstarfs við atvinnulífið og borgarasamtök, auk Heimsmarkmiða SÞ. 

Helstu verkefni:
Verkefnastjórnun þróunarsamvinnuverkefna.
Þátttaka í tvíhliða og fjölþjóðlegu samstarfi og samstarf við stofnanir og ráðuneyti hérlendis og erlendis.
Undirbúningur að málum sem til úrlausnar eru í ráðuneytinu.
Upplýsinga- og gagnaöflun, ritun minnisblaða, efnislegur undirbúningur funda o.fl. 

Kröfur til umsækjenda:
Háskólapróf á meistarastigi í fagi sem nýtist í starfi. 
Þekking á alþjóðamálum, alþjóðlegri þróunarsamvinnu og reynsla af störfum á því sviði, þ.m.t verkefnastjórnun, er kostur. 
Mjög gott vald á íslensku og ensku og færni til að tjá sig í ræðu og riti. Kunnátta í Norðurlandamáli, frönsku, spænsku eða portúgölsku er kostur.
Góð tölvukunnátta.
Frumkvæði, samskiptalipurð og góð framkoma.

Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi Félags háskólamenntaðra starfsmanna Stjórnarráðsins og fjármála- og efnahagsráðherra. Starfið er háð flutningsskyldu í utanríkisþjónustunni skv. 10. gr. laga nr. 39/1971 um utanríkisþjónustu Íslands.

Umsóknarfrestur er til og með 18. desember 2017. Umsóknir skulu berast á netfangið [email protected], merkt „Háskólamenntaðir fulltrúar á sviði þróunarsamvinnu 2017“. Ráðuneytið hvetur karla jafnt sem konur til að sækja um starfið. Litið verður svo á að umsóknir gildi í sex mánuði frá því að umsóknarfresti lýkur. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvarðanir um ráðningar hafa verið teknar.

Nánari upplýsingar veitir Þórarinna Söebech ([email protected]), s. 5459900.

 

Efnisorð

Var efnið hjálplegt?Nei
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn