Verkefnastjóri - Háskólinn á Akureyri - Akureyri - 201712/1885Háskólinn á Akureyri auglýsir laust til umsóknar 50 % starf verkefnastjóra

Auglýst er eftir verkefnastjóra Rannsóknaþings norðursins sem er alþjóðleg miðstöð um vísindi á norðurslóðum við Háskólann á Akureyri, e: Northern Research Forum (NRF). Verkefnastjórinn ber ábyrgð á daglegum rekstri skrifstofu NRF og hefur umsjón og eftirlit með stefnu NRF. Starfsskyldur verkefnastjóra fela m.a. í sér verkefnastjórnun, skipulag á ráðstefnum og fundum, koma á samstarfi og vinna með samstarfsaðilum. Einnig er um að ræða önnur verkefni eins og að skrifa umsóknir, fréttapistla og miðla upplýsingum. Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf eigi síðar en þann 1. febrúar 2018. 

Menntunar- og hæfniskröfur:
Meistarapróf sem nýtist í starfi er skilyrði.
Mjög gott vald á íslensku og ensku í ræðu og riti.
Góð almenn tölvukunnátta og reynsla af upplýsingamiðlun.
Reynsla af verkefnastjórnum svo og alþjóðlegu samstarfi.
Jákvæðni, rík þjónustulund og góð hæfni í mannlegum samskiptum.
Skipulagshæfileikar, sveigjanleiki og geta til að vinna sjálfstætt og í teymi. 
Þekking og/eða reynsla af norðurslóðamálum.
Við mat á umsóknum er tekið mið af hversu vel viðkomandi uppfyllir þarfir NRF.

Háskólinn á Akureyri sem er einn af stofnaðilum háskóla norðurslóða, hefur getið sér góðan orðstír fyrir gæði náms og rannsókna, góð tengsl við atvinnulífið og áherslu á málefni norðurslóða. Háskólinn býður m.a. upp á meistaranám í heimskautarétti og í undirbúningi er doktorsnám með áherslu m.a. á norðurslóðir.

Næsti yfirmaður er forstöðumaður RHA, Rannsóknamiðstöðvar Háskólans á Akureyri. RHA er sjálfstæð eining innan Háskólans á Akureyri sem hefur það hlutverk að efla rannsóknastarfsemi við Háskólann á Akureyri, styrkja tengsl hans við atvinnulífið, vinna að þróun nýrra verkefna innan háskólans og koma þeim í réttan farveg. Starfsmenn RHA eru 9 talsins. Vinnustaður er á Borgum á háskólasvæðinu. Sjá nánar á vefslóð www.rha.is

Umsóknarfrestur er til 9. janúar 2018. Ekki eru notuð stöðluð umsóknaeyðublöð.

Umsókn skal fylgja:
Greinargóð skýrsla um náms- og starfsferil. 
Kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og rökstuðningur fyrir hæfni viðkomandi í starfið.
Staðfest afrit af viðeigandi prófskírteinum. 
Tilnefna skal þrjá meðmælendur. Æskilegt er að einn þeirra sé næsti yfirmaður umsækjanda í núverandi eða fyrra starfi hans.

Umsóknir ásamt fylgigögnum skulu sendar á rafrænu formi til skrifstofu rektors Háskólans á Akureyri, á netfangið [email protected].

Meðferð umsókna, mat á hæfi umsækjenda og ráðning í starfið er í samræmi við ákvæði laga um opinbera háskóla nr. 85/2008 og reglur fyrir Háskólann á Akureyri nr. 387/2009. Ófullnægjandi umsóknir eru ekki teknar til greina. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu í starfið hefur verið tekin. Umsóknir geta gilt í 6 mánuði frá því að umsóknarfrestur rennur út, sbr. 2. gr. reglna nr. 464/1996, um auglýsingar á lausum störfum.

RHA áskilur sér rétt til að hafna öllum umsóknum. 

Laun eru skv. kjarasamningi Félags háskólakennara á Akureyri og fjármálaráðherra.
Nánari upplýsingar um starfið gefur forstöðumaður, Guðrún Rósa Þórsteinsdóttir, netfang: [email protected], sími 460 8901. 

Háskólinn á Akureyri stuðlar að jafnrétti kynjanna og hvetur konur jafnt sem karla til að sækja um laus störf.

 

Efnisorð

Var efnið hjálplegt?Nei
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn