Sérfræðingur í búnaðarmálum - Matvælastofnun - Reykjavík - 201801/017

 

Sérfræðingur í búnaðarmálum

Matvælastofnun leitar að dugmiklum og metnaðarfullum einstaklingi í starf sérfræðings á Búnaðarstofu Matvælastofnunar með starfsstöð á höfuðborgarsvæðinu. Um 100% starf er að ræða tímabundið út árið með möguleika á áframhaldandi ráðningu. 

Helstu verkefni og ábyrgð
Stjórnsýsluverkefni sem snúa að framkvæmd á búvörulögum, búnaðarlögum og lögum um búfjárhald. Umsýsla með stuðningsgreiðslur í landbúnaði þar sem notast er við rafræna stjórnsýslu. Samskipti, tölfræðiúrvinnsla og upplýsingagjöf.

Hæfnikröfur
Háskólamenntun eða önnur framhaldsmenntun sem nýtist í starfi
Áhugi og haldgóð þekking á landbúnaði er kostur
Menntun, þekking og starfsreynsla í opinberri stjórnsýslu æskileg
Gott vald á íslensku, talaðri og ritaðri
Skipulagshæfileikar, drifkraftur og að geta starfað sjálfstætt sem og í teymi
Samstarfshæfni og lipurð í samskiptum
Góð þjónustulund og lausnamiðuð vinnubrögð
Skapandi hugsun og færni í teymisvinnu
Góð almenn tölvukunnátta

Frekari upplýsingar um starfið
Nánari upplýsingar um starfið veitir Jón Baldur Lorange, framkvæmdastjóri Búnaðarstofu Matvælastofnunar, [email protected] og í síma 530 4800. Umsóknarfrestur er til og með 23. janúar 2018. Umsókn skal fylgja starfsferilsskrá, kynningarbréf og prófskírteini. Umsókn sendist í tölvupósti á netfangið [email protected] og skal skrá „Búnaðarmál“ í efnislínu. Öllum umsóknum verður svarað þegar ráðning liggur fyrir. Umsóknin gildir í 6 mánuði eftir að umsóknarfrestur rennur út nema umsækjandi ákveði annað. Launakjör eru samkvæmt gildandi kjarasamningi fjármálaráðherra og viðkomandi stéttarfélags.

Við verndum heilsu manna, dýra og plantna og aukum þannig velferð og verðmætasköpun í þágu þjóðarinnar.

Nánari upplýsingar um Matvælastofnun er að finna á www.mast.is.

Efnisorð

Var efnið hjálplegt?Nei
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn