Aðferðafræðingur - Hagstofa Íslands - Reykjavík - 201801/043


Aðferðafræðingur

Hagstofa Íslands óskar eftir að ráða aðferðafræðing til þess að auka gæði, tímaleika og nákvæmni opinberrar tölfræði, efla rannsóknir og vinna að nýsköpun á sviði hagnýtingar nýrra gagnalinda og aðferða. 

Í starfinu felst að byggja upp aðferðafræðilega þekkingu á sviði gagnavísinda, vinna að aðferðafræðilegum umbótum með sérfræðingum stofnunarinnar og hafa forystu um hagnýtingu á þeim styrkjum sem Hagstofunni bjóðast til umbóta og nýsköpunar á sviði rannsókna og hagskýrslugerðar. 

Þá leiðir aðferðafræðingur Hagstofunnar störf aðferðafræðiráðs hennar og sinnir alþjóðlegu samstarfi fyrir hönd stofnunarinnar á þessu sviði.

HÆFNISKRÖFUR
Framhaldsmenntun á háskólastigi sem nýtist í starfi ss. tölfræði, stærðfræði eða reikniverkfræði.  Doktorsgráða er kostur
Mjög góð samskipta- og skipulagsfærni
Starfsreynsla tengd akademískum rannsóknum
Mikil reynsla og þekking á tölfræði og tölfræðilegum aðferðum
Mikil þekking á hagnýtingu samspils tölfræði og tækni
Farsæl reynsla af því að stýra verkefnum
Mikill áhugi á nýjungum og nýsköpun
Góð enskukunnátta og ritfærni á fræðilegum texta
Þekking á gæðastarfi er kostur
Þekking á aðferðafræði félagsvísinda er kostur
Drifkraftur, vinnusemi og þrautseigja

Um er að ræða fullt starf og æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst. Laun eru samkvæmt kjarasamningi fjármálaráðuneytisins og hlutaðeigandi stéttarfélags. 

Umsóknarfrestur er til og með 29. janúar 2018 og skulu umsóknir berast í pósti á: Starfsumsókn,  Borgartúni 21a, 150 Reykjavík eða rafrænt á netfangið [email protected].

Öllum umsóknum verður svarað og umsækjendum tilkynnt um ráðstöfun starfsins þegar ákvörðun hefur verið tekin. Umsóknir gilda í sex mánuði frá því að umsóknarfrestur rennur út.

Nánari upplýsingar um starfið veitir Ólafur Arnar Þórðarson í síma 5281000.

Hagstofa Íslands er miðstöð opinberrar hagskýrslugerðar á Íslandi. Hlutverk Hagstofunnar er að vinna hlutlægar hagskýrslur, hafa forystu um samhæfingu hagtalna, stunda rannsóknir og stuðla þannig að upplýstri umræðu og faglegum ákvörðunum. Nánari upplýsingar má finna á www.hagstofa.is

 

Efnisorð

Var efnið hjálplegt?Nei
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn