Prófstjóri/eftirlitsmaður - Samgöngustofa - Reykjavík - 201801/048Prófstjóri og eftirlitsmaður

Starfið: Samgöngustofa óskar eftir að ráða prófstjóra / eftirlitsmann með flugskólum í þjálfunar- og skírteinadeild flugs. Starfið felst einkum í skipulagningu, gerð og framkvæmd bóklegra atvinnu- og einkaflugmannsprófa í samræmi við kröfur EASA. Einnig er um að ræða þátttöku í eftirliti með flugskólum. Í starfinu felast mikil samskipti við flugnema, flugskóla og umsækjendur um flugtengd skírteini. Starfshlutfall er 100%.

Menntunar- og hæfniskröfur:
Bóklegt atvinnuflugmannspróf. Háskólanám sem nýtist í starfi er kostur.
Kostur er ef viðkomandi er eða hefur verið handhafi atvinnuflugmannsskírteinis og kennaraáritunar eða hafi reynslu af þjálfun einstaklinga í flugi.
Mjög góð tölvukunnátta.
•       Mjög góð tök á íslensku og ensku í rituðu og töluðu máli.
Hæfileiki til að greina og útskýra með skýrum hætti viðeigandi reglugerðarkröfur og áhugi á flugmálum
Reynsla af gæðakerfum og/eða úttekum er kostur. Hæfileiki til að tileinka sér gæða- og öryggisstjórnunarkerfi er nauðsynlegur.
Sjálfstæð vinnubrög og frumkvæði.

Í boði er spennandi starf hjá metnaðarfullri stofnun í alþjóðlegu umhverfi. Við bjóðum uppá góða starfsaðstöðu og frábæra vinnufélaga. 

Umsóknarfrestur er til  29. janúar 2018.

Hægt er að sækja um starfið rafrænt á www.samgongustofa.is/storf

Nánari upplýsingar veitir Arna Ómarsdóttir, deildarstjóri þjálfunar- og skírteinadeildar flugs í síma 480 6000. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin. Umsóknir gilda í a.m.k. sex mánuði ef staða losnar á ný. Starfskjör eru í samræmi við kjarasamning ríkisins og viðkomandi stéttarfélags. Samgöngustofa áskilur sér rétt til að hafna öllum umsóknum.

Hjá Samgöngustofu hlakka um 140 öflugir starfsmenn til þess að þú bætist í hópinn. Lögð er áhersla á jákvæðan og skemmtilegan starfsanda, frumkvæði og þátttöku, auk þess sem mötuneytið er frægt fyrir frábæran mat. Samgöngustofa er stjórnsýslustofnun samgöngumála sem annast eftirlit með flugi, siglingum og umferð. Á hverjum degi erum við að læra hvert af öðru og sinna viðskiptavinum af kostgæfni með það að markmiði að verða betri og betri. Frekari upplýsingar um Samgöngustofu er að finna á vef stofnunarinnar www.samgongustofa.is


Samgöngustofa
www.samgongustofa.is 
Ármúli 2 – 108 Reykjavík
Sími: 480-6000


Efnisorð

Var efnið hjálplegt?Nei
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn