Sérfræðingur, fjármálainnviðir - Seðlabanki Íslands - Reykjavík - 201801/051


Sérfræðingur - Fjármálainnviðir (fjárhirslur)

Seðlabanki Íslands óskar eftir að ráða sérfræðing til starfa á sviði Fjármálainnviða bankans. Um er að ræða 100% starfshlutfall með starfsstöð í Reykjavík. 

Fjármálainnviðir samanstenda af þremur starfseiningum sem hafa með höndum eftirtalin verkefni: Fjárhirslur - útgáfa og umsýsla reiðufjár, rekstur stórgreiðslukerfis Seðlabankans og yfirsýn með kerfislega mikilvægum innviðum. 

Við óskum eftir sérfræðingi til starfa á vettvangi fjárhirslna en útgáfa seðla og myntar er þýðingarmikill þáttur í starfsemi Seðlabanka Íslands. Bankinn rækir þetta hlutverk sitt m.a. með því að annast útgáfu og umsýslu seðla og myntar og viðhalda trúverðugleika og gæðum íslensks reiðufjár. Fjárhirslur eiga virkt samstarf við önnur svið innan bankans, viðskiptabanka og sparisjóði, samskipti við aðra seðlabanka og samskipti við erlenda birgja (prentsmiðjur og myntsláttuaðila).

Helstu verkefni og ábyrgð
- Verkstjórn og vinna við seðlagreiningu. 
- Samskipti við banka og sparisjóði.
- Afgreiðsla reiðufjár til banka og sparisjóða.
- Önnur reglubundin dagleg störf innan fjárhirslna.

Hæfnikröfur
- Menntun og færni sem hentar í starfið.
- Reynsla af vinnu við svokallaðar seðlagreiningarvélar æskileg.
- Starfsreynsla af gjaldkerastöfum í banka æskileg.
- Góð kunnátta á Excel.
- Nákvæmni í vinnubrögðum og góðir skipulagshæfileikar.
- Frumkvæði og hæfni til að starfa sjálfstætt og í hópi.
- Góðir samskiptahæfileikar.

Frekari upplýsingar um starfið
Laun greiðast skv. kjarasamningi Samtaka starfsmanna fjármálafyrirtækja.
Við ráðningar í störf hjá Seðlabanka Íslands er tekið mið af jafnréttisstefnu og jafnréttisáætlun bankans. Umsóknir gilda í sex mánuði og öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin

Starfshlutfall er 100%
Umsóknarfrestur er til og með 29.01.2018

Nánari upplýsingar veitir
Stefán Arnarson, aðalféhirðir, netfang: [email protected] og Íris Guðrún Ragnarsdóttir, mannauðsstjóri, netfang: [email protected]

Smelltu hér til að sækja um starfið

  

Efnisorð

Var efnið hjálplegt?Nei
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn