Upplýsingafulltrúi - Landhelgisgæsla Íslands - Reykjavík - 201801/061

 

Upplýsingafulltrúi

Landhelgisgæsla Íslands auglýsir laust til umsóknar starf upplýsingafulltrúa. Leitað er að metnaðarfullum, sveigjanlegum og hugmyndaríkum einstaklingi. Starfið felur m.a. í sér samskipti við fjölmiðla og fréttaskrif á miðla Landhelgisgæslunnar. Um er að ræða fullt starf og er æskilegt að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst. 
 
STARFSSVIÐ: 
·          Samskipti við fjölmiðla.
·          Fréttaskrif á heimasíðu og samfélagsmiðla. 
·          Umsjón og skipulagning með útgáfu- og kynningarmálum. 
·          Efling innri upplýsingagjafar. 
·          Kynning á starfsemi Landhelgisgæslunnar og móttaka heimsóknarhópa. 
·          Umsjón með myndasafni.
·          Umsjón með skipulagningu viðburða á vegum Landhelgisgæslunnar.
 
MENNTUNAR- OG HÆFNISKRÖFUR: 
·          Háskólamenntun sem nýtist í starfi. 
·          Reynsla af fjölmiðlum.
·          Reynsla af kynningarstarfsemi eða almannatengslum.
·          Reynsla af vefumsjón og birtingu upplýsinga á samfélagsmiðlum.
·          Afburða íslenskukunnátta í ræðu og riti. 
·          Góð enskukunnátta í ræðu og riti.
·          Góðir samskiptahæfileikar og færni til að vinna í hóp. 
·          Þekking og áhugi á því nýjasta á vettvangi samskiptamiðla. 
·          Frumkvæði, drifkraftur, sveigjanleiki og heilindi.
 
Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi viðkomandi stéttarfélags og fjármálaráðherra f.h. ríkissjóðs. Viðkomandi þarf að geta staðist öryggisvottunarkröfur samkvæmt lögum nr. 52/2006 og 34/2008.
 
Landhelgisgæsla Íslands er löggæslustofnun sem hefur það hlutverk að sinna löggæslu og eftirliti sem og leit og björgun á hafsvæðinu umhverfis Ísland. Þá fer Landhelgisgæslan einnig með daglega framkvæmd öryggis- og varnarmála samanber varnarmálalög, þ.m.t. er rekstur Öryggissvæða, mannvirkja, kerfa, stjórnstöðvar NATO/LHG og ratsjár- og fjarskiptastöðva.
 
Umsækjendur eru beðnir að sækja um starfið á heimasíðu Capacent, www.capacent.is 
 
Umsóknarfrestur er til og með 29. janúar nk.
 

Umsókn þarf að fylgja starfsferilskrá og kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir hæfni viðkomandi í starfið. Nánari upplýsingar veita Jóna Björk Sigurjónsdóttir ([email protected]) og Auður Bjarnadóttir ([email protected]
 
Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin.

Efnisorð

Var efnið hjálplegt?Nei
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn