Sálfræðingur - Heilsugæslan Grafarvogi - Reykjavík - 201802/271

 

Starf sálfræðings við Heilsugæsluna Grafarvogi - framlengd auglýsing
 
Laust er til umsóknar 100% starf sálfræðings við meðferð á börnum og ungmennum undir 18 ára aldri hjá Heilsugæslunni Grafarvogi. Áætlað er að viðkomandi hefji störf sem fyrst eða eftir nánara samkomulagi. 

Á heilsugæslustöðinni eru starfandi sérfræðingar í heimilislækningum ásamt hjúkrunarfræðingum, ljósmæðrum og riturum. Nánari upplýsingar um starfsemina má finna á vef Heilsugæslunnar (www.heilsugaeslan.is). 

Helstu verkefni og ábyrgð
Móttaka barna, ungmenna og fjölskyldna þeirra sem vísað hefur verið til sálfræðings vegna geðræns vanda. 

Sálfræðingur starfar í teymi með læknum og hjúkrunarfræðingum á heilsugæslustöðinni og í náinni samvinnu við skóla og félagsþjónustu á svæðinu. Viðkomandi mun taka þátt í áframhaldandi þróun og uppbyggingu þessarar starfsemi á heilsugæslustöðinni. 

Hæfnikröfur
Leitað er að dugmiklum löggildum sálfræðingi með haldgóða reynslu af greiningu og meðferð geðrænna vandamála barna og unglinga. Viðkomandi þarf að hafa a.m.k. 2. ára starfsreynslu og þekkingu á gagnreyndum aðferðum, s.s. hugrænni atferlismeðferð. Einnig þarf viðkomandi að hafa reynslu af notkun helstu sálfræðilegra prófa og reynslu af notkun greiningarviðtala, s.s. K-SADS og ADIS æskileg. Reynsla af námskeiðahaldi er kostur. 

Viðkomandi þarf að búa yfir mikilli lipurð í mannlegum samskiptum og ástunda öguð og fagleg vinnubrögð. Mikilvægt er að viðkomandi geti unnið sjálfstætt en eigi einnig auðvelt með að vinna í þverfaglegu teymi. Þörf er á góðri almennri tölvukunnáttu. Góð íslenskukunnátta er skilyrði.

Frekari upplýsingar um starfið
Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og Sálfræðingafélag Íslands hafa gert.
Stéttarfélag er Sálfræðingafélag Íslands. 

Umsókn skal fylgja ítarleg náms- og starfsferilskrá þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og kynningarbréf þar sem fram kemur rökstuðningur fyrir hæfni viðkomandi í starfið. Jafnframt skal leggja fram afrit af prófskírteinum og leyfisbréfi. Mat á hæfni umsækjenda byggist á innsendum gögnum og viðtölum við umsækjendur.

Gögn sem ekki er hægt að senda rafrænt skulu berast Svövu Þorkelsdóttur, framkvæmdastjóra mannauðs og nýliðunar Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, Álfabakka 16, 109 Reykjavík. 

Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin. Umsókn getur gilt í 6 mánuði. 
Við ráðningar í störf hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins er ávallt tekið mið af jafnréttisstefnu stofnunarinnar.

Starfshlutfall er 100%
Umsóknarfrestur er til og með 19.02.2018

Nánari upplýsingar veitir
Sigurósk Edda Jónsdóttir - [email protected] - 585-7600
Agnes Sigríður Agnarsdóttir - [email protected] - 585-1300

HH Grafarvogi lækningar
Spönginni 35
112 Reykjavík


Smelltu hér til að sækja um starfið

 

Efnisorð

Var efnið hjálplegt?Nei
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn