Sumarstörf í Skaftafelli - Vatnajökulsþjóðgarður - Suðurland - 201802/283


Skaftafell - Landverðir og annað starfsfólk - sumarstörf

Vatnajökulsþjóðgarður auglýsir sumarstörf í Skaftafelli. Um er að ræða landvörslu, tjaldsvæðisvörslu, ræstingar og störf þjónustufulltrúa í móttöku og minjagripaverslun.

Helstu verkefni og ábyrgð
Landverðir sinna eftirliti í þjóðgarðinum og fræðslu til gesta. Einnig sinna þeir upplýsingagjöf og öðrum tilfallandi verkefnum.

Starfsmenn á tjaldsvæði sinna móttöku gesta á tjaldsvæði, umhirðu tjaldsvæðis, ræstingum og öðrum tilfallandi verkefnum.

Störf þjónustufulltrúa í móttöku og minjagripaverslun felast í upplýsingagjöf, almennum afgreiðslustörfum og öðrum tilfallandi verkefnum.

Störf í ræstingum felast í umhirðu og þrifum í Skaftafellsstofu, skrifstofuhúsnæði og almenningssalernum, einnig umhirðu utandyra og sorphirðu. 

Hæfnikröfur
Samskiptahæfni, þjónustulund, stundvísi, umhverfisvitund og gott vald á íslensku og ensku eru mikilvægir eiginleikar í öllum störfum þjóðgarðsins.

Landverðir: Æskilegt er að landverðir hafi lokið landvarðanámskeiði og hafi gild réttindi í fyrstu hjálp. Ökuréttindi eða aukin réttindi á því sviði eru kostur.

Starfsfólk á tjaldsvæði þarf að hafa skyndihjálparkunnáttu. Æskilegt er að það hafi ökuréttindi en einnig er vinnuvélapróf kostur.

Þjónustufulltrúar í móttöku og verslun þurfa að geta tileinkað sér þekkingu á þjóðgarðinum og nærsvæði hans og geta unnið undir álagi. Aukin tungumálakunnátta er kostur.

Starfsfólk í ræstingum þarf að geta unnið skipulega og undir álagi.

Frekari upplýsingar um starfið
Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og AFL Starfsgreinafélag hafa gert.
Í rafrænu umsókninni, undir liðnum Annað, þurfa að koma fram eftirfarandi upplýsingar:

1. Hvert ofangreindra starfa sótt er um (landvarsla, tjaldvarsla, móttaka, minjagripaverslun, ræstingar).
2. Þau réttindi og þeir hæfileikar sem umsækjandi býr yfir og óskað er eftir hér að ofan í liðnum Hæfniskröfur.
3. Hversu lengi umsækjandi gefur kost á sér til starfsins (lokadagsetning).
4. Annað sem viðkomandi vill koma á framfæri.

Umsækjendur er jafnframt hvattir til að hengja ferilskrá með mynd við rafrænu umsóknina.

Umsækjendur eru ennfremur hvattir til þess að sækja einnig um önnur sumarstörf innan Vatnajökulsþjóðgarðs í Jökulsárgljúfrum (auglýsing 201802/282), á Breiðamerkursandi (auglýsing 201802/285), við landvörslu á láglendi/störf í gestastofum (auglýsing 201802/284) eða landvörslu á hálendi (auglýsing 201802/286) hafi þeir hug á því.

Laun eru greidd samkvæmt kjarasamningi fjármálaráðherra og Starfsgreinasambands Íslands. Bæði konur og karlar eru hvött til að sækja um.

Ítarlegri upplýsingar um störfin má finna á heimasíðu Vatnajökulsþjóðgarðs; www.vjp.is.

Starfshlutfall er 100%
Umsóknarfrestur er til og með 26.02.2018

Nánari upplýsingar veitir
Hrafnhildur Ævarsdóttir - [email protected] - 4708302

VATN Landverðir Skaftafell
Skaftafellsstofa Skaftafelli
785 Öræfi


Smelltu hér til að sækja um starfið

 

Efnisorð

Var efnið hjálplegt?Nei
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn