Hagfræðingur - Íbúðalánasjóður - Reykjavík - 201802/323

 

Hagfræðingur í hagdeild Íbúðalánasjóðs
 
Íbúðalánasjóður óskar eftir að ráða öflugan hagfræðing í krefjandi og áhugavert starf á húsnæðissviði. Hlutverk Íbúðalánasjóðs er að stuðla að stöðugleika á húsnæðismarkaði og tryggja almenningi aðgengi að viðunandi húsnæði á viðráðanlegu verði, hvort sem er til eignar eða leigu. Hagdeild gegnir mikilvægu hlutverki í framtíðarsýn Íbúðalánasjóðs og hefur það að markmiði að vera leiðandi í rannsóknum á húsnæðismarkaði og styðja þannig við stefnumótun stjórnvalda í húsnæðismálum

Helstu verkefni og ábyrgð
- Rannsóknir og greiningar á húsnæðismarkaði
- Ábyrgð á söfnun, úrvinnslu og útgáfu upplýsinga á sviði húsnæðismála
- Framsetning upplýsinga til stjórnvalda og almennings sem varða húsnæðismál
- Fylgjast með þróun á fasteigna- og lánamarkaði
- Meta þörf fyrir nýbyggingar og leiguhúsnæði eftir landsvæðum
- Meta efnahagslegar aðstæður á húsnæðismarkaði
- Útgáfa efnis og skýrslugjöf
- Kynningar og samskipti við fjölmiðla

Hæfnikröfur
- Framhaldsmenntun á sviði hagfræði
- Farsæl reynsla af greiningum 
- Brennandi áhugi á húsnæðismálum 
- Öryggi í framkomu og hæfni til að koma upplýsingum skilmerkilega á framfæri
- Hæfni til að vinna í hóp 

Frekari upplýsingar um starfið
Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og Kjarafélag viðskipta- og hagfræðinga hafa gert.

Starfshlutfall er 100%
Umsóknarfrestur er til og með 26.02.2018

Nánari upplýsingar veitir
Brynhildur Halldórsdóttir - [email protected] - 5696900

ILS Húsnæðissvið
Borgartúni 21
105 Reykjavík


Smelltu hér til að sækja um starfið

 

Efnisorð

Var efnið hjálplegt?Nei
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn