Námsstöður deildarlækna - Landspítali, fæðinga- og kvensjúkdómalækningar - Reykjavík - 201802/313

 

Námsstöður deildarlækna í fæðinga- og kvensjúkdómalækningum á Landspítala
 
Lausar eru til umsóknar námsstöður deildarlækna í fæðinga- og kvensjúkdómalækningum við kvennadeild Landspítala.

» Um er að ræða tveggja ára stöður í sérnámi í fæðinga- og kvensjúkdómalækningum. 
» Einnig er í boði staða þriðja árs sérnámsnema í fæðinga- og kvensjúkdómalækningum að uppfylltum skilyrðum um að lokið hafi verið fyrstu tveimur árum sérnáms.
» Á fyrstu tveimur árum sérnáms fer fram grunnnám (Basic Training) í fæðinga- og kvensjúkdómalækningum, sem byggir á Core Training hjá Royal Collage of Obstetricians & Gynaecologists (RCOG) í Bretlandi (ST1 og ST2). 
Þriðja árið fellur undir Intermediate training (ST3) hjá RCOG.
» Marklýsing námsins skv. reglugerð nr. 467/2015 er í vinnslu og verður send mats- og hæfisnefnd á næstu vikum. Einnig er langt kominn undirbúningur samstarfs við RCOG og viðurkenningar þeirra á fyrstu þrem árum sérnáms á deildinni.
» Námið hentar sérstaklega vel fyrir þá sem hyggja á frekara framhaldsnám í fæðinga- og kvensjúkdómalækningum.
» Stöðurnar eru veittar frá 1. september 2018 eða eftir samkomulagi.

LANDSPÍTALI BÝÐUR:
» Fyrri hluta sérfræðináms í fæðinga- og kvensjúkdómalækningum í allt að þjú ár. Sérnámshandleiðara sem fylgir námslækni eftir öll þrjú árin auk stuðnings klínísks handleiðara við námslækninn í daglegu starfi. 
» Kennslustjóra sem heldur utan um skipulag sérnámsins ásamt kennsluráði kvennadeildar auk tæplega þrjátíu sérfræðilækna með breiða þekkingu í fæðinga- og kvensjúkdómalækningum. 
» Sérfræðinga sem allir hafa hlotið þjálfun í handleiðslu.
» Að við viðurkenningu frá RCOG (ágúst 2018) verði komið á rafrænu skráningarkerfi (ePortfolio) á framgangi námslæknis.
» Skipulega fræðslu og hermikennslu .
» Gæðaverkefni og/eða rannsóknarverkefni undir handleiðslu leiðbeinanda.
» Námsráðstefnur skv. kjarasamningi.
» Hvatningu til að taka þátt í unglæknastarfi Norrænu kvensjúkdómalæknasamtakanna (NFOG og NFYOG).

Helstu verkefni og ábyrgð
» Vinna og nám á bráðadeild, dag- og göngudeildum og legudeildum ásamt vaktþjónustu
» Vinna við ráðgjöf fæðinga- og kvensjúkdómalækna á deildum Landspítala, undir umsjón sérfræðilækna
» Kennsla kandídata, læknanema og annarra fagstétta heilbrigðisstarfsmanna
» Þátttaka í gæða- og vísindavinnu
» Framhaldsnám í fæðinga- og kvensjúkdómalækningum
» Standast þarf árlegt stöðumat, til að námslæknir geti færst yfir á næsta námsár

Hæfnikröfur
» Lækningaleyfi á Íslandi eða uppfylla skilyrði til þess við upphaf ráðningar
» Áhugi á að starfa við fæðinga- og kvensjúkdómalækningar
» Jákvæðni, sveigjanleiki og lipurð í samskiptum

Frekari upplýsingar um starfið
Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og Læknafélag Íslands hafa gert.
Öllum umsóknum verður svarað. Tekið er mið af jafnréttisstefnu LSH við ráðningar á spítalanum.

Umsókn fylgi staðfestar upplýsingar um námsferil og fyrri störf ásamt staðfestingu á lækningaleyfi. Umsækjendum sem uppfylla skilyrði verður boðið í viðtal og byggir ráðning m.a. á frammistöðu í viðtali og innsendum gögnum.

Landspítali er lifandi og fjölbreyttur vinnustaður þar sem yfir 5000 manns starfa í þverfaglegum teymum og samstarfi ólíkra fagstétta. Framtíðarsýn Landspítala er að vera háskólasjúkrahús í fremstu röð þar sem sjúklingurinn er ávallt í öndvegi. Lykiláherslur í stefnu spítalans eru öryggismenning, skilvirk og vönduð þjónusta, uppbygging mannauðs og stöðugar umbætur.

Starfshlutfall er 100%
Umsóknarfrestur er til og með 26.02.2018

Nánari upplýsingar veitir
Kristín Jónsdóttir - [email protected] - 825 3761

LSH Aðstoðarlæknar kvennadeilda
Hringbraut
101 Reykjavík


Smelltu hér til að sækja um starfið

 

Efnisorð

Var efnið hjálplegt?Nei
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn