Námsstöður deildarlækna, lyflækningar - Landspítali, Sjúkrahúsið á Akureyri - Reykjavík/Akureyri - 201802/307

 

Námsstöður deildarlækna í lyflækningum á Landspítala og Sjúkrahúsinu á Akureyri
 
Lausar eru til umsóknar námsstöður deildarlækna í lyflækningum við Landspítala. 

» Stöðurnar eru veittar til allt að þriggja ára frá 1. september 2018 eða eftir samkomulagi. 
» Unnt er að taka allt að þriðjung námsins á SAK. 
» Um kjarnanám í lyflækningum er að ræða, sem byggir á Core Medical Training (CMT) í Bretlandi. Námið er samkvæmt marklýsingu og hefur fengið vottun Royal College of Physicians í Bretlandi. 
» Mats- og hæfisnefnd hefur formlega samþykkt marklýsingu námsins og er fyrsta sérnámið sem nefndin samþykkti skv. nýrri reglugerð (nr. 467/2015). 
» Námið hentar sérstaklega vel fyrir þá sem hyggja á frekara framhaldsnám í almennum lyflækningum eða undirsérgreinum lyflækninga.

SJÚKRAHÚSIN BJÓÐA:
» Fyrri hluta sérfræðináms í lyflækningum í allt að þrjú ár. Handleiðara, sem hafa fengið sérstaka þjálfun. Sérnámshandleiðari fylgir námslækni eftir öll þrjú árin, en auk þess styður klínískur handleiðari við námslækninn á hverri fjögurra mánaða vist. 
» Fimm kennslustjóra sem taka að sér tiltekin verkefni sem snúa að náminu auk rúmlegra eitt hundrað sérfræðilækna með breiða þekkingu í lyflækningum.
» Rafrænt skráningarkerfi (ePortfolio) sem heldur utan um framgang námslæknis.
» Skipuleg fræðsla, hermikennsla og undirbúningur fyrir MRCP prófin.
» Rannsóknarverkefni undir handleiðslu leiðbeinanda.
» Nám samhliða starfi.
» Námsráðstefnur skv. kjarasamningi.
» Hvatningu til að taka þátt í unglæknastarfi við Evrópusamtök lyflækna (EFIM).
» Að námslæknar sæki um að stunda meistaranám eða doktorsnám við Læknadeild Háskóla Íslands.

Helstu verkefni og ábyrgð
» Vinna og nám á bráðadeild, dag- og göngudeildum og legudeild ásamt vaktþjónustu
» Vinna við ráðgjöf lyflækninga á deildum Landspítala, undir umsjón sérfræðilækna
» Kennsla kandídata, læknanema og annarra fagstétta heilbrigðisstarfsmanna
» Þátttaka í gæða- vísindavinnu
» Framhaldsnám í almennum lyflækningum
» Standast þarf árlegt stöðumat til að námslæknir geti færst yfir á næsta námsár

Hæfnikröfur
» Hafa lokið kandídatsári og hafa lækningaleyfi á Íslandi eða uppfylla skilyrði til þess
» Áhugi á að starfa við lyflækningar
» Jákvæðni, sveigjanleiki og lipurð í samskiptum

Frekari upplýsingar um starfið
Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og Læknafélag Íslands hafa gert.
Sótt er um starfið rafrænt á; www.landspitali.is, undir "laus störf". Öllum umsóknum verður svarað. Tekið er mið af jafnréttisstefnu LSH við ráðningar á spítalanum.

Umsókn fylgi staðfestar upplýsingar um námsferil og fyrri störf.
Umsækjendum sem uppfylla skilyrði verður boðið í viðtal og byggir ráðning m.a. á frammistöðu í viðtali og innsendum gögnum.

Acute Care Common Stem

Starfshlutfall er 100%
Umsóknarfrestur er til og með 26.02.2018

Nánari upplýsingar veitir
Friðbjörn R Sigurðsson - [email protected] - 543 6550

LSH Námslæknar lyflækninga
Fossvogi
108 Reykjavík


Smelltu hér til að sækja um starfið

 

Efnisorð

Var efnið hjálplegt?Nei
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn