Rannsóknamaður - Háskóli Íslands, Heilbrigðisvísindasvið - Reykjavík - 201802/330

 

Rannsóknamaður – Rannsóknastofa í lyfja- og eiturefnafræði – Heilbrigðisvísindasvið Háskóla Íslands – Reykjavík 

Á réttarefnafræðideild/eiturefnafræðideild Rannsóknastofu í lyfja- og eiturefnafræði við Háskóla Íslands er laust til umsóknar 100% starf rannsóknamanns.

Starfið felst í sérhæfðri vinnu og þróun aðferða við réttarefnafræðilegar rannsóknir og mælingar á lyfjum í efnis- og líkamssýnum. Starfsmaður ber ábyrgð á verkefnum og verkþáttum er krefjast faglegrar hæfni og sérþekkingar. 

Menntunar- og hæfniskröfur: 
Háskólapróf í lyfjafræði, líffræði eða efnafræði
Reynsla af vinnu með LC-MS-MS, GC-MS og/eða HPLC er æskileg
Menntun og reynsla af réttarefnafræðilegum rannsóknum er æskileg 
Færni í mannlegum samskiptum
Áreiðanleiki, nákvæmni, frumkvæði og sjálfstæði í starfi

Við ráðningu verður miðað við, að sá er starfið hlýtur, falli sem best að aðstæðum og þörfum Rannsóknastofu í lyfja- og eiturefnafræði.

Umsækjandi þarf að geta hafið störf sem fyrst.

Laun eru samkvæmt kjarasamningi fjármálaráðherra og hluteigandi stéttarfélags.

UMSÓKNARFERLI
Sótt er um starfið á vefsíðu Háskóla Íslands undir laus störf.

Umsóknarfrestur er til og með 26. febrúar 2018.

Eftirfarandi gögn skulu fylgja umsókn:
I. Ferilskrá
II. Bréf þar sem áhuga á starfinu er lýst og fjallað um hvað umsækjandi telur sig geta lagt af mörkum til þess
III. Staðfest afrit af prófskírteinum
IV. Upplýsingar um umsagnaraðila

Nánari upplýsingar um starfið veitir Kristín Magnúsdóttir deildarstjóri, í síma 525-5146 eða með pósti á netfangið: [email protected]

Öllum umsóknum verður svarað og umsækjendum tilkynnt um ráðstöfun starfsins þegar ákvörðun hefur verið tekin. Umsóknir geta gilt í sex mánuði frá lokum umsóknarfrests.

Við ráðningar í störf við Háskóla Íslands er tekið mið af jafnréttisáætlun skólans.

Vakin er athygli á málstefnu Háskóla Íslands.

Háskóli Íslands býður fjölbreytt nám á öllum stigum og er eini háskóli landsins sem býður grunnnám og framhaldsnám á öllum helstu fræðasviðum. Innan skólans eru fimm fræðasvið og deildir skólans eru 25 talsins. Jafnframt er Háskóli Íslands öflugur rannsóknaháskóli á alþjóðlega vísu og hafa vísindamenn Háskólans hlotið fjölmargar alþjóðlegar viðurkenningar fyrir vísindastörf sín.

Efnisorð

Var efnið hjálplegt?Nei
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn