Tollverðir - Tollstjóri - Reykjavík/Keflavík - 201802/322

 

Spennandi vettvangur sem vert er að skoða

Tollstjóri leitar að starfsfólki til starfa við tolleftirlit og greiningu í Reykjavík og á Keflavíkurflugvelli. Í boði eru áhugaverð og krefjandi störf sem henta jafnt konum sem körlum. Spennandi framtíðartækifæri eru fyrir rétta aðila. Viðkomandi fara í Tollskóla ríkisins og útskrifast sem tollverðir.
Tollstjóri verndar samfélagið gegn ólögmætum inn- og útflutningi vöru sem getur haft í för með sér hættu fyrir öryggi, umhverfi og heilsu almennings.

Helstu verkefni og ábyrgð
- Greining á áhættu vöru- og farþegaflæðis
- Tolleftirlit
- Skýrslugerð
- Samskipti við farþega, inn- og útflutningsaðila
- Tölfræðivinnsla
- Alþjóðlegt samstarf

Hæfnikröfur
Stúdentspróf eða sambærileg menntun. Háskólamenntun æskileg.
Leitað er að einstaklingum með greiningarhæfileika sem búa yfir tölvufærni, skapandi hugsun, samskiptafærni, yfirsýn, frumkvæði, skipulagshæfileikum, sjálfstæði og góðri enskukunnáttu. Starfið krefst aðferðafræðilegrar nálgunar og skipulagðra vinnubragða. Hreint sakavottorð og almenn ökuréttindi skilyrði.

Frekari upplýsingar um starfið
Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og Tollvarðafélag Íslands hafa gert.
Um starfskjör, réttindi og skyldur gilda að öðru leyti lög um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins nr. 70/1996. Tollstjóri er með jafnlaunavottun ÍST 85:2012.
Hlutverk Tollstjóra er að vernda samfélagið og tryggja ríkinu tekjur. Gildi Tollstjóra eru traust, samvinna og framsækni. Ráðningar hjá embættinu taka mið af þeim. 
Í tengslum við ráðningu þarf að þreyta inntökupróf, bæði skriflegt og líkamlegt, en nánari upplýsingar um það er að finna á www.tollur.is. Áætlað er að inntökuprófin verði haldin 1. mars og 2. mars 2018. Tollstjóri áskilur sér rétt til að notast við hæfnipróf í ráðningarferlinu.
Sótt er um starfið rafrænt á www.tollur.is/laus-storf. Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst.
 
Starfshlutfall er 100%
Umsóknarfrestur er til og með 26.02.2018

Nánari upplýsingar veitir
Kári Gunnlaugsson - [email protected] - 5600300

TSR Tollasvið Tollstöð Suðurnesjum
Keflavík
235 Keflavíkurflugvöllur


Smelltu hér til að sækja um starfið

 

Efnisorð

Var efnið hjálplegt?Nei
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn