Sérfræðingur í fjarkönnun eldfjalla - Veðurstofa Íslands - Reykjavík - 201802/331

 

Sérfræðingur í fjarkönnun eldfjalla
 
Veðurstofa Íslands auglýsir sérfræðingsstöðu til þriggja ára í fjarkönnun með gervihnöttum á eldfjallaösku og losun gastegunda frá eldfjöllum.
Hlutverk Veðurstofunnar í eftirliti og vöktun, miðlun upplýsinga og rannsóknum á eldgosum hefur aukist verulega á síðustu árum. Sömuleiðis hefur mikil uppbygging orðið á innviðum tengdum eftirliti eldfjalla og áhrifum gosmakkar og gasstreymis á lofthjúpinn. Samhentur hópur sérfræðinga frá flestum sviðum Veðurstofunar vinnur sameiginlega að slíku eftirliti í nánu samstarfi við innlenda og erlendar stofnanir, jafnt innan rannsóknaverkefna, hættumats og rauntímaeftirlits. 

Helstu verkefni og ábyrgð
Þróa aðferðir til að meta gas- og öskulosun frá eldfjöllum sem hægt er að nota í rauntíma, og meðan á umbrotum stendur
Þróa afurðir byggðar á fjarkönnun með gervihnöttum sem samþætta má afurðum annarra mælitækja (t.d. eldgosaradar, lídar, innhljóðamælum og myndavélum) til að tryggja öruggt mat á stærð eldgosa í upphafi umbrota

Hæfnikröfur
Doktorsgráða á sviði jarðvísinda, eðlisfræði eða sambærileg menntun
Farsæl reynsla í úrvinnslu fjarkönnunargagna, rannsóknum og/eða þróun afurða tengd gervitunglagögnum. Reynsla af rauntímavinnslu gagna er kostur
Hæfni í mannlegum samskiptum 
Hæfni til að vinna sjálfstætt sem og í teymisvinnu 
Greiningarhæfni og færni og geta til að miðla niðurstöðum innan teymis og út á við 
Frumkvæði og faglegur metnaður 
Skipulögð og fagleg vinnubrögð í starfi 
Góð tölvu- og forritunarkunnátta, t.d. Linux/Unix, python, ENVI/IDL, MatLab, c/c++, Fortran og Java) 
Góð færni í íslensku og/eða ensku nauðsynleg 

Frekari upplýsingar um starfið
Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og viðkomandi stéttarfélag hafa gert.
Um er að ræða fullt starf og taka laun mið af kjarasamningum ríkisins og viðeigandi stéttarfélags. Gildi Veðurstofunnar eru þekking, áreiðanleiki, framsækni og samvinna. Ráðningar hjá stofnuninni taka mið af þessum gildum

Starfshlutfall er 100%
Umsóknarfrestur er til og með 05.03.2018

Nánari upplýsingar veitir
Sara Barsotti - [email protected] - 5226000
Jórunn Harðardóttir - [email protected] - 5226000

VÍ ÚR-Jarðskorpu- og eldfjallarannsóknir
Bústaðarveg 9
150 Reykjavík


Smelltu hér til að sækja um starfið

 

Efnisorð

Var efnið hjálplegt?Nei
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn