Sérfræðingur í veðurlíkönum - Veðurstofa Íslands - Reykjavík - 201802/332

 

Sérfræðingur í veðurlíkönum
 
Veðurstofa Íslands auglýsir eftir sérfræðingi á Úrvinnslu- og rannsóknarsvið til að taka þátt í þróun, uppbyggingu og rekstri veðurlíkans til að gera veðurspár fyrir Ísland og nágrenni. Veðurstofan er í nánu samstarfi við alþjóðlegar og innlendar stofnanir á þessu sviði og hefur stofnunin aðgang að reikniafli til að keyra viðamikil tölvulíkön sem aðili að Reiknimiðstöð evrópskra veðurstöðva og í gegnum náið samstarf við dönsku veðurstofuna DMI. Starfsmaðurinn mun vinna í hópi sérfræðinga á Veðurstofunni og í nánum tengslum við starfsmenn á DMI.
Á Úrvinnslu- og rannsóknasviði starfa yfir 40 manns við ýmis spennandi þróunar- og rannsóknarverkefni er tengjast m.a. veður- og loftslagsrannsóknum, jökla-, vatna- og haffræði, jarðskorpuhreyfingum og eldgosum og hættumati ofanflóða og annarrar náttúruvár. Þróun, innleiðing, rekstur og samþætting veður- og vatnafræðilíkana, auk haf- og hafíslíkana, er stór hluti verkefna sviðsins.

Helstu verkefni og ábyrgð
Þátttaka í þróun og rekstri veðurlíkana, sérstaklega Harmonie spálíkansins
Þátttaka í erlendu samstarfi um veðurlíkön og þróun þeirra
Þátttaka í stefnumörkun, skilgreiningu verkþátta og samþættingu verkefna á sviði veðurlíkana
Sérfræðivinna í meðhöndlun og úrvinnslu veðurlíkangagna
Umsjón með spágögnum og þróun afurða sem byggja á þeim 
Verkefnisstjórn tilgreindra verkefna

Hæfnikröfur
Meistarapróf eða doktorspróf í veðurfræði, eðlisfræði, stærðfræði eða skyldum greinum sem nýtist í starfi
Góður bakgrunnur í eðlisfræði og stærðfræðigreiningu og þekking á tölulegum aðferðum við að leysa hlutafleiðujöfnur
Reynsla af tölvulíkönum og rekstri þeirra, reynsla af veðurlíkönum æskileg, en ekki skilyrði
Hæfni í mannlegum samskiptum
Hæfni til að vinna sjálfstætt sem og í teymisvinnu
Greiningarhæfni og færni og geta til að miðla niðurstöðum innan teymis og út á við
Farsæl reynsla í ritun vísindagreina, góð ritfærni á ensku
Frumkvæði og faglegur metnaður
Skipulögð og fagleg vinnubrögð í starfi
Góð tölvu- og forritunarkunnátta, t.d. Linux/Unix, python, ENVI/IDL, MatLab, c/c++, og Fortran)
Góð færni í íslensku og/eða ensku nauðsynleg
Kunnátta í norðurlandamálum er kostur

Frekari upplýsingar um starfið
Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og viðkomandi stéttarfélag hafa gert.
Um er að ræða fullt starf og taka laun mið af kjarasamningum ríkisins og viðeigandi stéttarfélags. Gildi Veðurstofunnar eru þekking, áreiðanleiki, framsækni og samvinna. Ráðningar hjá stofnuninni taka mið af þessum gildum.

Starfshlutfall er 100%
Umsóknarfrestur er til og með 05.03.2018

Nánari upplýsingar veitir
Halldór Björnsson - [email protected] - 5226000
Jórunn Harðardóttir - [email protected] - 5226000

VÍ ÚR-Veður og loftslag
Bústaðarveg 9
150 Reykjavík


Smelltu hér til að sækja um starfið

 

Efnisorð

Var efnið hjálplegt?Nei
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn