Sérhæfður ritari - Velferðarráðuneytið - Reykjavík - 201802/318


Sérhæfður ritari

Velferðarráðuneytið óskar eftir að ráða ritara félags- og jafnréttismálaráðherra. Um er að ræða áhugavert og fjölbreytt starf í krefjandi starfsumhverfi þar sem reynir á öguð vinnubrögð, áreiðanleika og sjálfstæði.

Helstu verkefni
Verkefnastjórn einstakra verkefna.
Skipulag dagbókar ráðherra, utanumhald og undirbúningur funda.
Utanumhald um fyrirspurnir frá Alþingi og svör við þeim.
Samskipti við önnur ráðuneyti og stofnanir.
Bréfaskriftir, skjalavarsla og upplýsingaöflun.
Umsjón með ferðum ráðherra.
Önnur almenn ritarastörf.

Menntunar- og hæfniskröfur:
Háskólamenntun og reynsla sem nýtist í starfi.
Mjög góð hæfni í mannlegum samskiptum.
Mjög góð tölvukunnátta.
Þekking og áhugi á málefnum samfélagsins.
Frumkvæði, sjálfstæði í vinnubrögðum og skipulagshæfni.
Ábyrgð, vandvirkni og þjónustulund.
Gott vald á íslensku og færni til að tjá sig í ræðu og riti.
Góð kunnátta í ensku er æskileg.

Um fullt starf er að ræða. Laun greiðast samkvæmt kjarasamningi Félags háskólamenntaðra starfsmanna Stjórnarráðsins og fjármála- og efnahagsráðherra.

Ráðuneytið hvetur karla jafnt sem konur til að sækja um starfið. 

Nánari upplýsingar veita Anna Lilja Gunnarsdóttir ráðuneytisstjóri ([email protected]) og Sveinn Magnússon skrifstofustjóri ([email protected]). Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu liggur fyrir.

Umsóknarfrestur er til 1. mars nk. Umsóknum ásamt ítarlegu kynningarbréfi skal skila rafrænt á netfangið [email protected] eða á heimilisfang ráðuneytisins að Skógarhlíð 6, 105 Reykjavík. Tekið skal fram að umsóknir geta gilt í sex mánuði frá því að umsóknarfrestur rennur úr, sbr. reglur nr. 464/1996, um auglýsingar á lausum störfum, með síðari breytingum.


Velferðarráðuneytinu, 9. febrúar 2018.

 

Efnisorð

Var efnið hjálplegt?Nei
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn