Starfsmaður - ÁTVR, Vínbúðin - Stykkishólmur - 201802/319

 

Vínbúðirnar óska eftir að ráða starfsmann í Vínbúðina Stykkishólmi.
 
Helstu verkefni og ábyrgð

·         Sala og þjónusta við viðskiptavini
·         Framstilling á vöru og vörumeðhöndlun
·         Umhirða búðar
 
Hæfnikröfur
·         Reynsla af verslunarstörfum er kostur
·         Góð framkoma, jákvæðni og rík þjónustulund
·         Góð hæfni í mannlegum samskiptum
·         Almenn tölvukunnátta
 
Við leitum að jákvæðum, glaðlyndum og þjónustuliprum einstaklingi sem er tilbúinn að veita framúrskarandi og ábyrga þjónustu.
 
Um afleysingarstarf til 1. september 2019 er að ræða.
 
Starfshlutfall er 65%.
Umsækjandi skal hafa náð 20 ára aldri.
Sakavottorðs er krafist.
 
Umsóknarfrestur er til og með 26. febrúar og þarf viðkomandi að geta hafið störf fljótlega.
 
Laun eru samkvæmt gildandi kjarasamningi fjármálaráðherra og SFR. Áhugasamir sæki um starfið á www.vinbudin.is
 
Nánari upplýsingar veita Sigríður Silja Sigurjónsdóttir – [email protected] – 430 1414 og Guðrún Símonardóttir – [email protected] – 560 7700
 
ÁTVR rekur 51 Vínbúð um allt land. Stefna ÁTVR er að vera eitt af fremstu þjónustufyrirtækjum landsins og fyrirmynd á sviði samfélagsábyrgðar. 
Fyrirtækið vill að vinnustaðurinn sé öruggur, heilsueflandi og skemmtilegur þar sem samskipti einkennast af lipurð, þekkingu og ábyrgð.
Gildi ÁTVR eru LIPURÐ – ÞEKKING – ÁBYRGÐ. Ráðningar í stöður hjá fyrirtækinu taka mið af þessum gildum.

Efnisorð

Var efnið hjálplegt?Nei
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn