Lögreglumenn, sumarafleysing - Lögreglustjórinn á Vestfjörðum - Ísafjörður - 201803/472

 

Lögreglumenn, afleysingastörf – lögreglan á Vestfjörðum.

Lögreglustjórinn á Vestfjörðum auglýsir eftir lögreglumönnum til afleysinga á sumarorlofstíma. 

Helstu verkefni og ábyrgð 
Hlutverk lögreglu er að gæta almannaöryggis og tryggja réttaröryggi; stemma stigu við afbrotum og vinna að uppljóstran brota; greiða götu borgaranna og veita yfirvöldum aðstoð við framkvæmd starfa sinna og að halda uppi almannafriði og allsherjarreglum

Hæfnikröfur 
Umsækjendur skulu hafa lokið prófi frá Lögregluskóla ríkisins en heimild er þó til að ráða ófagmenntað fólk til tímabundinna afleysingastarfa ef ekki sækja um fagmenntaðir einstaklingar. Góð þekking á lögreglukerfinu (LÖKE) er kostur. Færni í mannlegum samskiptum, góðir skipulagshæfileikar, nákvæmni í vinnubrögðum og hæfni til að starfa í hóp eru nauðsynlegir eiginleikar. Góð staðarþekking er kostur. Æskilegt er að umsækjendur hafi gott vald á íslensku og góða almenna tölvukunnáttu. 

Frekari upplýsingar um starfið 
Ráðningarkjör eru skv. kjarasamningi  fjármálaráðherra f.h. ríkissjóðs og Landssambands lögreglumanna.
Starfið er vaktavinna og starfshlutfall er 100%.

Í ljósi ríkjandi kynjahlutfalls innan lögreglu og jafnréttisáætlunar lögreglunnar eru konur sérstaklega hvattar til að sækja um.

Umsóknum skal skilað til lögreglustjórans á Vestfjörðum, Hafnarstræti 1, 400 Ísafjörður eða senda á netfangið [email protected] og ferilskrá fylgi með.

Umsóknir sem berast eftir að umsóknarfresti lýkur verða ekki teknar til greina. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu liggur fyrir.  Umsóknum skal skilað á sérstökum eyðublöðum sem fást hjá öllum lögreglustjórum. Einnig er hægt að nálgast þau á lögregluvefnum, www.logreglan.is undir liðnum eyðublöð.

Umsóknarfrestur er til og með 26. mars 2017

Nánari upplýsingar veitir 
Hlynur Hafberg Snorrason, yfirlögregluþjónn, í síma 444 0404 og Jónas Sigurðsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn, í síma 444 0433.


Lögreglustjórinn á Vestfjörðum,  
Karl Ingi Vilbergsson.

 

Efnisorð

Var efnið hjálplegt?Nei
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn