Sérfræðingur í fjármálum - Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið - Reykjavík - 201803/535Starf sérfræðings í fjármálum hjá atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti

Í atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu er laust til umsóknar starf sérfræðings í fjármálum á skrifstofu fjárlaga, rekstrar og innri þjónustu. Starfið lýtur að fjárhagsgreiningum og kostnaðareftirliti hjá stofnunum er heyra undir ráðuneytið, eftirfylgni með áætlanagerð og samningum ásamt rekstrarlegueftirlit.

Undir skrifstofuna heyra mál sem lúta að rekstri ráðuneytisins, mannauðsmálum, skjalavistun og miðlun upplýsinga auk þess sem skrifstofan veitir fagskrifstofum ráðuneytisins stoðþjónustu. Þá fer skrifstofan með skiptingu á fjárhagsramma ráðuneytisins og annast framkvæmd og eftirfylgni fjárlaga.

Helstu verkefni á sviði rekstrar og fjármála
Eftirfylgni með áætlanagerðum stofnana ráðuneytisins 
Fjárhagsgreining og kostnaðareftirlit
Fjárhagslegar úttektir og greiningar 
Þátttaka í nýsköpun á sviði fjármála og fjárreiða
Samskipti við forstöðmenn og starfsmenn stofnana
Kostnaðarmat frumvarpa

Menntunar- og hæfniskröfur
Viðskiptafræði eða sambærileg menntun, framhaldsmenntun er kostur.
Reynsla af fjármálum og rekstri. Gerð er krafa um að lágmarki 3ja – 5 ára reynslu.
Góð þekking á uppgjöri og bókhaldi er nauðsynleg.
Reynsla af stefnumótun og verkefnastjórnun.

Færni og aðrir eiginleikar sem sóst er eftir:
Færni og lipurð í mannlegum samskiptum. 
Sjálfstæði og öguð vinnubrögð.
Gott vald á talaðri og ritaðri íslensku nauðsynleg
Góð kunnátta í ensku skilyrði
Frumkvæði, sveigjanleiki og skipulagshæfni.

Starfið er laust og æskilegt að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst. Um fullt starf er að ræða. Laun taka mið af kjarasamningi Félags háskólamenntaðra starfsmanna Stjórnarráðsins og fjármála- og efnahagsráðherra. Nánari upplýsingar veitir Guðrún Gísladóttir skrifstofustjóri  ([email protected]).

Umsóknarfrestur er til og með 26. mars n.k. og skal umsóknum skilað á netfang atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins, [email protected]. Umsóknum skulu fylgja ítarlegar starfsferilskrár og kynningarbréf.

Karlar jafnt sem konur eru hvattir til að sækja um starfið. 

Athygli er vakin á því að umsóknir geta gilt í 6 mánuði frá því að umsóknarfrestur rennur út, með vísan til 3. tl. 2. mgr. 2. gr. reglna um auglýsingar á lausum störfum, með síðari breytingum nr. 464/1996 sem settar eru samkvæmt heimild í 2. mgr. 7. gr. laga nr. 70/1996 um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin. 

 

Efnisorð

Var efnið hjálplegt?Nei
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn