Sviðsstjóri þjónustusviðs - Menntamálastofnun - Reykjavík - 201803/527


Sviðsstjóri þjónustusviðs

Auglýst er laus til umsókna staða sviðsstjóra þjónustusviðs hjá Menntamálastofnun. Um er að ræða fullt starf.
Þjónustusvið sér um sameiginlega þjónustu innan stofnunar og við skóla. Í því felst rekstur og viðhald fasteigna, þjónustumiðstöð, kynningarmál, umsjón með húsbúnaði og gæða- og skjalastjórnun. Þá hefur sviðið umsjón með uppbyggingu upplýsingakerfa á vegum stofnunarinnar.

Sviðsstjóri stýrir starfi þjónustusviðs og ber ábyrgð gagnvart forstjóra á starfi sviðsins og daglegri framkvæmd verkefna. Í því felst faglega ábyrgð á stefnumótun innan sviðsins, ábyrgð á verkefnum, ábyrgð á stjórnun mannauðs og ábyrgð á fjármálum sviðsins. Þá tekur sviðsstjóri þátt í mótun og innleiðingu stefnu fyrir stofnunina og vinnur í samræmi við gildi og framtíðarsýn hennar. Hann veitir faglega forystu á starfssviði sínu og hefur eftirlit með að verkefni uppfylli kröfur um gæði og verklag. Sviðsstjóri mótar starfsumhverfi sem stuðlar að og hvetur til framþróunar og nýsköpunar í starfsemi stofnunarinnar og stuðlar að jákvæðum samskiptum og góðri samvinnu innan hennar. 

Menntamálastofnun stuðlar að framförum í þágu menntunar í samræmi við stefnu stjórnvalda, bestu þekkingu og alþjóðleg viðmið. Stofnunin sinnir víðtæku hlutverki við mat á menntun, þróar og miðlar námsgögnum til nemenda og veitir margskonar þjónustu við menntakerfið.

Verkefni og ábyrgð: 
Er ábyrgur fyrir þjónustumiðstöð: símavörslu, upplýsingamiðlun, útsendingum og dreifingu á vegum stofnunarinnar.
Hefur umsjón með tölvu- og kerfisstjórn.
Hefur umsjón með þróun og viðhaldi gagnagrunna og uppbyggingu upplýsingakerfa og samningum og samskiptum við þjónustuaðila vegna þeirra.
Hefur umsjón með gæða- og skjalastjórnun.
Hefur umsjón með vef og kynningarmálum stofnunarinnar. 
Hefur umsjón með rekstri húseigna, vinnuaðstöðu og eignum.
Sinnir upplýsingamiðlun, ráðgjöf, kynningum og leiðbeiningum fyrir skóla og almenning. 

Menntun, reynsla og hæfni
Háskólamenntun við hæfi.  
Stjórnunarreynsla og/eða reynsla af verkefnastjórnun. 
Góð þekking á upplýsingakerfum og hugbúnaði og færni í nýtingu þeirra.
Þekking á gæða- og öryggisferlum og reynsla af innleiðingu þeirra.
Þekking á vefstjórn og kynningarmálum.
Þekking á íslensku skólakerfi.
Góðir samskiptahæfileikar og leiðtogahæfni. 
Gott vald á íslensku og góð enskukunnátta.

Lögð er áhersla á að sviðstjóri búi yfir hæfni í stjórnun og skipulögðum vinnubrögðum, hafi hæfileika til skapandi starfs og innleiðingar nýjunga. 

Umsóknir
Umsókn um starfið fylgi skrá yfir menntun og starfsferil, kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar með rökstuðningi fyrir hæfni viðkomandi í starfið ásamt upplýsingum um umsagnaraðila. 

Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst.

Umsókn sendist á [email protected] merkt: sviðsstjóri þjónustusviðs. Öllum umsóknum verður svarað. Launa- og starfskjör eru samkvæmt kjarasamningum ríkisstarfsmanna.  

Nánari upplýsingar veitir Arnór Guðmundsson, forstjóri  í síma 514-7500, netfang: [email protected].

Umsóknafrestur er til og með 3. apríl 2018.

 

Efnisorð

Var efnið hjálplegt?Nei
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn