Vefritstjóri - Alþingi - Reykjavík - 201803/543

 

Ritstjóri vefs Alþingis

Skrifstofa Alþingis auglýsir laust til umsóknar starf vefritstjóra á skrifstofu Alþingis. Hlutverk vefritstjóra er meðal annars gerð og framsetning efnis á vef Alþingis og öðrum vefjum á vegum þingsins. Vefritstjóri á samstarf við flesta starfsmenn skrifstofunnar. 

Helstu verkefni og ábyrgð
Ritstjórn og dagleg umsjón vefs Alþingis.
Þátttaka í þróun vefs Alþingis.
Gerð og framsetning upplýsinga-, fræðslu- og kynningarefnis á vef.
Upplýsingagjöf til almennings og fjölmiðla.
Aðstoð við kynningar-, fræðslu- og útgáfumál skrifstofunnar. 
Önnur verkefni tengd upplýsingagjöf og fræðslu.
Þátttaka í innlendu og alþjóðlegu samstarfi.

Hæfnikröfur
Háskólapróf á framhaldsstigi sem nýtist í starfi. 
Starfsreynsla af sambærilegu starfi æskileg.
Ríkir samskiptahæfileikar og færni til að vinna með öðrum.
Geta til að vinna hratt og undir álagi.
Færni til að tjá sig í ræðu og riti.
Mjög gott vald á íslensku og ensku, auk þess sem gott vald á einu Norðurlandamáli er kostur. 
Færni í ljósmyndun og myndvinnslu.
Færni í notkun samfélagsmiðla

Frekari upplýsingar um starfið
Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi forseta Alþingis og Félags starfsmanna Alþingis. 
Sótt er um starfið í gegnum ráðningarkerfi Orra. Umsókn skal fylgja ítarleg ferilskrá og kynningarbréf þar sem umsækjandi rökstyður hæfni sína í starfið. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu liggur fyrir. Umsóknir gilda í sex mánuði frá því að umsóknarfrestur rennur út.

Skrifstofa Alþingis hvetur karla jafnt sem konur til að sækja um starfið. 

Gildi skrifstofu Alþingis eru: Þjónustulund - Fagmennska - Samvinna.

Starfshlutfall er 100%
Umsóknarfrestur er til og með 03.04.2018

Nánari upplýsingar veitir
Solveig Jónsdóttir - [email protected] - 563-0500

AL Almannatengsl
Vonarstræti 8
150 Reykjavík


Smelltu hér til að sækja um starfið

 

Efnisorð

Var efnið hjálplegt?Nei
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn