Lyfjatæknir - Lyfjastofnun - Reykjavík - 201804/724

 

Lyfjastofnun óskar eftir að ráða lyfjatækni í stoðþjónustu

Lyfjastofnun auglýsir laust starf lyfjatæknis í stoðþjónustu á fjármálasviði. Í stoðþjónustu eru umsóknir vegna lyfja og erindi sem Lyfjastofnun berast til úrlausnar bókuð og þeim er komið í réttan farveg innan stofnunarinnar. Símsvörun og móttaka viðskiptavina er hluti af stoðþjónustu. Stoðþjónustan vinnur náið með starfsfólki eftirlits- og skráningarsviðs við vinnslu erinda og umsókna sem stofnuninni berast. 
Leitað er að öflugum einstaklingi sem er reiðubúinn að vinna krefjandi og áhugavert starf. Starfshlutfall er 100%.

Helstu verkefni:
Umsjón með erindum vegna lyfjaumbúða og fylgiseðla
Bókun umsókna vegna lyfja og innsendra erinda í tölvukerfi stofnunarinnar
Skrifstofustörf fyrir skrifstofu forstjóra o.fl.

Menntunar- og hæfniskröfur:
Lyfjatæknimenntun
Góð íslensku- og enskukunnátta er mikilvæg og kunnátta í norðurlandamáli er kostur
Mjög góð tölvukunnátta og færni í að tileinka sér nýjungar 
Mjög góð samskiptahæfni, rík þjónustulund og jákvæðni
Frumkvæði og metnaður í starfi


Upplýsingar um starfið veitir Erna Jóna Gestsdóttir, deildarstjóri stoðþjónustu, [email protected], eða í síma 520-2100.

Laun eru samkvæmt kjarasamningi fjármálaráðherra og SFR. 

Umsóknir um starfið óskast sendar á netfangið [email protected], merkt í efnislínu: „lyfjatæknir í stoðþjónustu“. Með umsókn skal fylgja ítarleg ferilskrá og kynningarbréf fyrir hæfni viðkomandi í starfið. Æskilegt er að umsækjandinn geti hafið störf sem fyrst. Lyfjastofnun hvetur bæði karla og konur til að sækja um starfið.

Umsóknarfrestur er til og með 23. apríl 2018.

Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin. Umsóknir geta gilt í 6 mánuði frá lokum umsóknarfrests.  

Lyfjastofnun er ríkisstofnun sem heyrir undir heilbrigðisráðherra. Helstu hlutverk hennar eru að gefa út markaðsleyfi fyrir lyf á Íslandi í samvinnu við lyfjayfirvöld á Evrópska efnahagssvæðinu, hafa eftirlit   með lyfjafyrirtækjum og heilbrigðisstofnunum á Íslandi, meta gæði og öryggi lyfja og tryggja faglega upplýsingagjöf um lyf til heilbrigðisstarfsfólks og neytenda. Hjá Lyfjastofnun vinna 62 starfsmenn. Stofnunin var í 9. sæti í könnuninni um Stofnun ársins 2017 fyrir stofnanir með 50 starfsmenn eða fleiri. Lyfjastofnun leggur áherslu á gott vinnuumhverfi , starfsþróun og framfylgir stefnu um samræmingu fjölskyldulífs og vinnu. Gildi Lyfjastofnunar eru gæði – traust – þjónusta.

Sjá nánari upplýsingar um Lyfjastofnun á vef stofnunarinnar www.lyfjastofnun.is.

 

Efnisorð

Var efnið hjálplegt?Nei
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn