Verkefnisstjóri fjármála - Háskóli Íslands, Verkfræði- og náttúruvísindasvið - Reykjavík - 201804/723
VERKEFNISSTJÓRI FJÁRMÁLA - VERKFRÆÐI- OG NÁTTÚRUVÍSINDASVIÐ
Verkfræði- og náttúruvísindasvið Háskóla Íslands óskar eftir að ráða verkefnisstjóra fjármála. Viðkomandi verður hluti af fjármálahópi sviðsins. Hlutverk teymisins er að stuðla að hagkvæmum og góðum rekstri sviðsins og veita góða fjármálatengda þjónustu.
Meginmarkmið verkefnisstjóra er að stuðla að faglegri þjónustu í fjármálum og vinna í samræmi við stefnu og markmið Háskóla Íslands. Viðkomandi aðili kemur að kennslu- og fjárhagsáætlanagerð og uppgjörum á kennslu. Verkefnisstjóri skal stuðla að hagkvæmum rekstri sviðsins í nánu samstarfi við fjármálastjóra.
HELSTU VERKEFNI
• Gerð kennsluáætlana fyrir deildir sviðsins
• Umsjón með kennsluuppgjörum
• Frágangur stundakennarasamninga
• Innkaupakort sviðs og uppgjör þess
• Afgreiðsla innkaupabeiðna
• Uppgjör meistara- og doktorsvarna
• Upplýsingamiðlun varðandi fjármál, kennslu og rekstur
• Úttektir og skýrslugerð af ýmsum toga
• Greining og skráning gagna á vef og í ýmis kerfi
MENNTUNAR- OG HÆFNISKRÖFUR
• Háskólamenntun í viðskiptafræði, fjármálum eða skyldum greinum
• Reynsla af verkefnastýringu er kostur
• Góð tölvufærni og þekking á fjárhagsupplýsingakerfum
• Þjónustulund og skipulagshæfni
• Afbragðs samstarfshæfni og lipurð í mannlegum samskiptum
• Frumkvæði í starfi og útsjónarsemi
• Mikil ritfærni og færni í miðlun og framsetningu upplýsinga
• Mjög góð færni í ræðu og riti jafnt í íslensku og ensku
Umsóknafrestur er til og með 23. apríl 2018.
Sótt er um starfið á vefsíðu Háskóla Íslands undir laus störf.
Öllum umsóknum verður svarað og umsækjendum verður tilkynnt um ráðstöfun starfsins þegar ákvörðun hefur verið tekin. Umsóknir geta gilt í sex mánuði frá lokum umsóknafrests.
Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst.
Nánari upplýsingar um starfið veitir Sigvaldi Egill Lárusson fjármálastjóri Verkfræði- og náttúruvísindasviðs í síma 525-4606 eða á [email protected].
Laun eru samkvæmt kjarasamningi fjármálaráðherra og Félags háskólakennara.
Við ráðningu í störf í Háskóla Íslands er tekið mið af jafnréttisáætlun skólans.
Vakin er athygli á málstefnu Háskóla Íslands.
Á Verkfræði- og náttúruvísindasviði starfa 360 manns við rannsóknir og kennslu á sviði verkfræði og náttúruvísinda. Starfsumhverfið er alþjóðlegt enda eykst sífellt hlutfall erlendra starfsmanna og nemenda við sviðið, en fjórðungur bæði starfsmanna og framhaldsnema eru erlendir. Nemendur Verkfræði- og náttúruvísindasviðs eru um 2300 talsins í sex deildum. Þar af eru 350 í meistaranámi og 150 í doktorsnámi. Rannsóknarstofnanir sviðsins eru Jarðvísindastofnun og Eðlisvísindastofnun sem tilheyra báðar Raunvísindastofnun, Líf- og umhverfisvísindastofnun, Verkfræðistofnun og Stofnun Sæmundar fróða sem er þverfræðileg stofnun og heyrir undir öll fræðasvið háskólans.
Háskóli Íslands er stærsta kennslu-, rannsókna- og vísindastofnun Íslands og er í hópi 250 bestu háskóla heims samkvæmt nýjum matslista Times Higher Education.