Verkefnisstjóri mannauðsmála - Háskóli Íslands, Verkfræði- og náttúruvísindasvið - Reykjavík - 201804/722

 

VERKEFNISSTJÓRI MANNAUÐSMÁLA - VERKFRÆÐI- OG NÁTTÚRUVÍSINDASVIÐ
 

Verkfræði- og náttúruvísindasvið Háskóla Íslands óskar eftir að ráða verkefnisstjóra mannauðsmála.  Viðkomandi verður hluti af mannauðs- og samskiptahópi sviðsins.  Hlutverk teymisins er að efla mannauð, samskipti og starfsumhverfi sviðsins. 

Meginmarkmið verkefnisstjóra er að stuðla að faglegri þjónustu í mannauðsmálum og eflingu mannauðs sviðsins í nánu samstarfi við mannauðsstjóra. Viðkomandi aðili mun koma að ráðningum, starfsþróun, móttöku nýrra starfsmanna og öðrum mannauðstengdum verkefnum og viðburðum. Hlutverk verkefnastjóra mannauðsmála felst meðal annars í því að veita starfsfólki sviðsins ráðgjöf og þjónustu í mannauðsmálum og framkvæma stefnu mannauðsmála sviðsins og háskólans í heild. 

HELSTU VERKEFNI 
Ráðningar og gerð ráðningasamninga
Starfsþróunarmál og fræðsla
Uppgjör starfskyldna fastra kennara
Starfslok og skráning upplýsinga
Starfsmannatengdir viðburðir
Ýmsar greiningar og úttektir í starfsmannamálum
Verkefnastýring umbótaverkefna
Teymisvinna í mannauðs- og samskiptahópi sviðsins

MENNTUNAR- OG HÆFNISKRÖFUR 
Háskólapróf í mannauðsstjórnun eða skyldum greinum 
Reynsla af verkefnastýringu er kostur
Góð þekking á mannauðsmálum er æskileg
Þekking í kjaramálum og stjórnsýslu er æskileg
Frumkvæði í starfi og góðir samstarfshæfileikar
Mikil ritfærni og færni í miðlun og framsetningu upplýsinga
Mjög góð færni í ræðu og riti jafnt í íslensku og ensku
Afbragðs samskiptahæfni og lipurð í mannlegum samskiptum

Umsóknafrestur er til og með  23. apríl 2018.

Sótt er um starfið á vefsíðu Háskóla Íslands undir laus störf.

Öllum umsóknum verður svarað og umsækjendum verður tilkynnt um ráðstöfun starfsins þegar ákvörðun hefur verið tekin. Umsóknir geta gilt í sex mánuði frá lokum umsóknafrests. 

Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst.

Nánari upplýsingar um starfið veitir Jóhanna Ella Jónsdóttir mannauðsstjóri Verkfræði- og náttúruvísindasviðs í síma 525 4644 og netfang [email protected].


Laun eru samkvæmt kjarasamningi fjármálaráðherra og Félags háskólakennara.

Við ráðningu í störf í Háskóla Íslands er tekið mið af jafnréttisáætlun skólans.

Vakin er athygli á málstefnu Háskóla Íslands.

Á Verkfræði- og náttúruvísindasviði starfa 360 manns við rannsóknir og kennslu á sviði verkfræði og náttúruvísinda. Starfsumhverfið er alþjóðlegt enda eykst sífellt hlutfall erlendra starfsmanna og nemenda við sviðið, en fjórðungur bæði starfsmanna og framhaldsnema eru erlendir. Nemendur Verkfræði- og náttúruvísindasviðs eru um 2300 talsins í sex deildum. Þar af eru 350 í meistaranámi og 150 í doktorsnámi.  Rannsóknarstofnanir sviðsins eru Jarðvísindastofnun og Eðlisvísindastofnun sem tilheyra báðar Raunvísindastofnun, Líf- og umhverfisvísindastofnun, Verkfræðistofnun og Stofnun Sæmundar fróða sem er þverfræðileg stofnun og heyrir undir öll fræðasvið háskólans. 
Háskóli Íslands er stærsta kennslu-, rannsókna- og vísindastofnun Íslands og er í hópi 250 bestu háskóla heims samkvæmt nýjum matslista Times Higher Education.

Efnisorð

Var efnið hjálplegt?Nei
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn