Aðalbókari - Biskupsstofa - Reykjavík - 201804/745

 

Biskupsstofa óskar eftir að ráða aðalbókara.

Helstu verkefni:
Umsjón og ábyrgð á bókhaldi stofnana og sjóða þjóðkirkjunnar
Bókar færslur í fjárhagsbókhald, viðskiptamannabókhald og lánardrottnabókhald
Mánaðarlegar afstemmingar og undirbúningur fyrir uppgjör
Virðisaukaskattsuppgjör og endurkröfuheimild Ríkisstofnana 
Upplýsingagjöf og skýrslugerð
Önnur tengd verkefni

Hæfnikröfur:
Mjög góð reynsla af bókhaldi, afstemmingum og uppgjörsvinnu 
Þekking og reynsla af Oracle æskileg
Góð Excel kunnátta
Nákvæmni, sjálfstæði og skipulögð vinnubrögð
Leiðtogahæfileikar og góð samskiptafærni

Launakjör taka mið af kjarasamningum ríkisins og viðeigandi stéttarfélags.Við ráðningu í starfið er tekið mið af jafnréttisáætlun Þjóðkirkjunnar. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun hefur verið tekin um ráðningu.

Þjóðkirkjan vill þróa starfshætti og vinnubrögð á vettvangi safnaða sinna og stofnana sem geri henni kleift að sækja fram með fagnaðarerindið og smíða brýr milli fólks og menningarheima í fjölþættu samfélagi nútímans. Biskupsstofa vill örva rannsóknir á kirkju, trú og lífsskoðunum í samtímanum, stöðu og hlutverki kirkjunnar, og stuðla að þróun kirkjustarfs og þjónustu. Starfsmannastefnu Þjóðkirkjunnar má lesa á kirkjan.is.

Nánari upplýsingar um starfið veitir Rannveig J. Haraldsdóttir, [email protected]

Umsóknir óskast fylltar út á www.hagvangur.is 

Umsóknarfrestur er til og með 30. apríl.  

Efnisorð

Var efnið hjálplegt?Nei
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn