Hjúkrunarfræðingur, geðheilsuteymi - Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins - Reykjavík - 201804/772

 

Hjúkrunarfræðingur, Geðheilsuteymi vestur
 
Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins leitar eftir hjúkrunarfræðingi við Geðheilsuteymi vestur sem er nýtt þverfaglegt teymi. Um er að ræða 100% framtíðarstarf en til greina kemur minna starfshlutfall. Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf í júní 2018 eða eftir nánara samkomulagi.

Við Geðheilsuteymið er áætlað að muni starfa geðhjúkrunarfræðingar, geðlæknir, sálfræðingur, fjölskyldumeðferðarfræðingur, félagsráðgjafi, sjúkraliði, iðjuþjálfi, heilsuráðgjafi og liðveitandi.

Ef þú hefur áhuga á að taka þátt í að byggja um nýtt teymi sem sinnir samfélagsgeðþjónustu, þá er þetta spennandi tækifæri. Unnið er eftir batahugmyndafræði þar sem einstaklingsmiðuð þjónusta ýtir undir styrkleika og bjargráð notanda.

Helstu verkefni og ábyrgð
- Viðtöl á starfsstöð eða heimavitjanir
- Vinna í þverfaglegu teymi 
- Að veita meðferð, fræðslu ásamt stuðningi við einstaklinga og aðstandendur
- Ráðgjöf og fræðsla til notanda og aðstandenda
- Skipuleggja og veita þjónustu sem þörf er á hverju sinni
- Samvinna við starfsfólk heilsugæslustöðva, þjónustustöðva, geðsviðs Landspítala og annarra stofnana eða geðúrræða í samfélaginu. 

Hæfnikröfur
- Íslenskt hjúkrunarleyfi
- Viðbótarnám/ sérnám í geðhjúkrun æskilegt
- Hæfni og áhugi á teymis- og verkefnavinnu
- Góð samskiptahæfni og jákvætt viðhorf 
- Faglegur metnaður og ábyrgð í starfi
- Sjálfstæði, frumkvæði og lausnamiðuð nálgun

Frekari upplýsingar um starfið
Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga hafa gert.
Stéttarfélag er Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga. 

Umsókn skal fylgja ítarleg náms- og starfsferilsskrá. Jafnframt skal leggja fram leyfisbréf og staðfestar upplýsingar um menntun. 

Mat á hæfni umsækjenda byggist á innsendum gögnum og viðtölum við umsækjendur. Gögn sem ekki er hægt að senda rafrænt skulu berast Svövu Þorkelsdóttur, framkvæmdastjóra mannauðs og nýliðunar Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, Álfabakka 16, 109 Reykjavík.

Tekið er mið af jafnréttisstefnu Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins við ráðningu í starfið. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu liggur fyrir. Umsókn getur gilt í 6 mánuði. 

Starfshlutfall er 100%
Umsóknarfrestur er til og með 30.04.2018

Nánari upplýsingar veitir
Hrönn Harðardóttir - [email protected] - 821 2132

HH Lækningaforstjóri
Álfabakki 16
109 Reykjavík


Smelltu hér til að sækja um starfið

 

Efnisorð

Var efnið hjálplegt?Nei
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn