Móttökuritari, sumarafleysing - Heilbrigðisstofnun Austurlands - Egilsstaðir - 201804/768

 

Móttökuritari - Egilsstaðir - heilsugæsla og hjúkrunarheimili - sumarafleysing
 
Heilbrigðisstofnun Austurlands (HSA) óskar eftir að ráða móttökuritara í tímabundna sumarafleysingu á Heilsugæsluna á Egilsstöðum og Hjúkrunarheimilið Dyngju, í júlí og ágúst nk. Starfshlutfall er 80% eða skv. nánara samkomulagi.

Helstu verkefni og ábyrgð
Símsvörun og vinna með afgreiðslukerfi við móttöku ásamt tilfallandi verkefnum.

Hæfnikröfur
Gerð er krafa um stúdentspróf, þekkingu og vald á að vinna upplýsingar á tölvutæku formi, almenn ökuréttindi, kunnáttu í ensku og einu norðurlandamáli, tölulæsi og færni í upplýsinga- og fjarskiptatækni. Lögð er áhersla á metnað í starfi, skipulögð vinnubrögð, jákvæðni og sveigjanleika. Lipurð og áreiðanleiki í samskiptum eru skilyrði. Íslenskukunnátta áskilin.

Frekari upplýsingar um starfið
Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og Félag opinberra starfsmanna á Austurlandi hafa gert.
Umsóknum skal skilað rafrænt til HSA með því að fylla út umsóknarform á vefsíðu stofnunarinnar; www.hsa.is, undir flipanum Laus störf.
Öllum umsóknum verður svarað. Tekið er mið af jafnréttisstefnu HSA við ráðningar. 

Tóbaksnotkun/Vape er ekki heimil á vinnutíma innan HSA.

HSA starfar á þremur fagsviðum; heilsugæslu-, hjúkrunar- og sjúkrasviði. Áhersla er lögð á samvinnu þvert á byggðarlög. Stofnunin þjónar rúmlega 11.000 íbúum frá Djúpavogi til Vopnafjarðar, auk ferðamanna sem sækja Austurland heim. Umdæmissjúkrahús Austurlands er í Neskaupstað. Á þjónustusvæði HSA eru auk þess fimm heilsugæslustöðvar, en alls eru starfsstöðvarnar ellefu talsins.
HSA vill byggja þjónustu sína á mannvirðingu, þekkingu og þverfaglegri samvinnu.

Starfshlutfall er 80%
Umsóknarfrestur er til og með 30.04.2018

Nánari upplýsingar veitir
Halla Eiríksdóttir - [email protected] - 470-3028 & 865-0026
Emil Sigurjónsson - [email protected] - 470-3053 & 895-2488

HSA Egilsst. Heilsugæsla
Lagarás 17
700 Egilsstaðir


Smelltu hér til að sækja um starfið

 

Efnisorð

Var efnið hjálplegt?Nei
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn