Verkefnastjóri - Embætti landlæknis - Reykjavík - 201804/783

 

Verkefnastjóri 

Embætti landlæknis óskar eftir að ráða verkefnastjóra á Miðstöð rafrænnar sjúkraskrár.  Í boði er áhugavert og krefjandi framtíðarstarf þar sem reynir á samskiptahæfni, fagmennsku, frumkvæði, sveigjanleika og lausnamiðaða hugsun. Um fullt starf er að ræða.

Helstu verkefni
Greining, þróun, kynning og innleiðing á rafrænum lausnum fyrir heilbrigðis¬þjónustu. 
Stýra verkefnavinnu þar sem leidd eru saman hugbúnaðarhús og hópar  heilbrigðisstarfsmanna.
Önnur tilfallandi verkefni samkvæmt stefnu og starfsáætlun embættisins.

Hæfniskröfur:

Háskólapróf sem nýtist í starfi, s.s. á heilbrigðissviði framhaldspróf er kostur.
Þekking eða reynsla á sviði verkefnastjórnunar kostur.
Reynsla af greiningu, þróun, kynningu og/eða innleiðingu á  rafrænum sjúkraskrárkerfum er kostur.
Mjög góð tölvukunnátta er skilyrði.
Mjög gott vald á íslensku og ensku er skilyrði.

Næsti yfirmaður er teymisstjóri á Miðstöð rafrænnar sjúkraskrár, en viðkomandi mun vinna náið með hópi sérfræðinga sem vinna að þróun rafrænnar sjúkraskrár á landsvísu.  Starfsstöð Miðstöðvar rafrænnar sjúkraskrár er að Skógarhlíð 6, 105 Reykjavík.

Miðstöð rafrænnar sjúkraskrár hefur yfirumsjón með rafrænni sjúkraskrá á landsvísu. Í því felst að vera samhæfingaraðili rafrænnar sjúkraskrár og annast meðal annars uppbyggingu, þróun og umsýslu hennar svo og samræmingu, innleiðingu og eftirlit með öryggi hennar, þ.m.t. samtengingum sjúkraskráa og rafrænum samskiptum.Unnið er að fjölbreyttum þróunarverkefnum í samvinnu við hugbúnaðarhús og leiðandi heilbrigðisstarfsmenn landsins á hverju sviði og má t.d. nefna nýja rafræna mæðraskrá sem nú er í innleiðingarferli.  Miðstöðin ber einnig ábyrgð á rekstri á Mínum síðum á Heilsuvera.is, Heklu-heilbrigðisnets og Lyfjaávísanagáttar.

Umsækjendur eru beðnir að sækja um starfið á heimasíðu Capacent, www.capacent.is. Umsókn um starfið þarf að fylgja ítarleg starfsferilsskrá og kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og rökstuðningur fyrir hæfni viðkomandi í starfið.
 
Nánari upplýsingar veita Jakobína H. Árnadóttir ([email protected]) og  Ásdís Hannesdóttir ([email protected]) hjá Capacent ráðningum. 

Umsóknarfrestur er til og með 30. apríl 2018.  Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst.  

Laun eru skv. kjarasamningi fjármála- og efnahagsráðherra og viðkomandi stéttarfélags. 

Embætti landlæknis áskilur sér rétt til að hafna öllum umsóknum. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu liggur fyrir.

Efnisorð

Var efnið hjálplegt?Nei
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn