Sérfræðingur á greiningarsviði - Menntamálastofnun - Reykjavík - 201804/792


Sérfræðingur á greiningarsviði

Auglýst er laus til umsóknar staða sérfræðings á greiningarsviði. Sérfræðingur á greiningarsviði vinnur að fjölbreyttum verkefnum er varða öflun gagna, úrvinnslu og greiningu á íslensku menntakerfi. Hann tekur þátt í að stýra og vinna að alþjóðlegum samstarfsverkefnum og könnunum sem heyra undir greiningarsvið. Í því felst  þátttaka í mótun stefnu og áherslna á greiningu og birtingu niðurstaðna sem kunna að hafa sérstaka þýðingu fyrir Ísland. Sérfræðingur á greiningarsviði mun m.a. hafa umsjón með framkvæmd PISA, alþjóðlegri langtímarannsókn á hæfni og getu 15 ára nemenda. Í því felst að samræma á landsvísu alla starfsemi sem tengist framkvæmd PISA á Íslandi, að bera ábyrgð á að allir verkþættir séu unnir innan tímamarka og í samræmi við alþjóðlega staðla. 

Menntamálastofnun stuðlar að framförum í þágu menntunar í samræmi við stefnu stjórnvalda, bestu þekkingu og alþjóðleg viðmið. Stofnunin sinnir víðtæku hlutverki við mat á menntun, þróar og miðlar námsgögnum til nemenda og veitir margskonar þjónustu við menntakerfið. Greiningarsvið annast söfnun, greiningu og birtingu upplýsinga um menntamál. Undir sviðið heyra innlend og alþjóðleg samstarfsverkefni og rannsóknir sem miða að því að auka þekkingu á menntakerfinu og stuðla að framþróun þess. Þá heyra undir sviðið fjölbreytt verkefni á sviði framhaldsskólamála og  framhaldsfræðslu ásamt verkefnum sem tengjast líðan nemenda og þjónustu við skólakerfið.  

Um er að ræða 100% starf og laun eru greidd samkvæmt samningum fjármála- og efnahagsráðuneytisins og viðkomandi stéttarfélags. Gert er ráð fyrir að viðkomandi geti hafið störf þann 1. september næstkomandi. 

Helstu verkefni:
Umsjón og vinna við úrvinnslu gagna, tölfræðilegar greiningar og skýrslugerð
Greiningarvinna, samantektir og birtingar í samræmi við áætlun greiningarsviðs
Gerð starfs- og fjárhagsáætlunar fyrir verkefni sem undir hann heyra ár hvert
Undirbúningur og ábyrgð á forprófun PISA, 
Ábyrgð á og umsjón með aðalfyrirlögn PISA
Ábyrgð á skilum á gagnagrunni vegna PISA
Ábyrgð og umsjón með tölfræðilegri úrvinnslu og birtingu niðurstaðna úr PISA

Menntunar- og hæfnikröfur:
Háskólamenntun sem nýtist í starfi
Þekking og reynsla af því að skipuleggja og leggja fyrir stórar kannanir
Góð þekking á meðferð gagna og tölfræðilegri greiningu skilyrði
Þekking og reynsla af alþjóðlegum samstarfsverkefnum skilyrði
Þekking á aðferðum við mat á menntakerfum skilyrði
Reynsla og þekking á íslensku menntakerfi skilyrði
Reynsla af verkefnastjórnun og stjórnun teyma æskileg 
Mjög góð færni í miðlun upplýsinga í mæltu og rituðu máli bæði á íslensku og ensku 
Skipulögð vinnubrögð og góðir samskiptahæfileikar

Umsókn um starfið skal fylgja skrá yfir menntun og starfsferil, kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar með rökstuðningi fyrir hæfni viðkomandi í starfið ásamt upplýsingum um umsagnaraðila. Umsóknir gilda í sex mánuði frá því umsóknarfrestur rennur út. Karlar jafnt sem konur eru hvattir til að sækja um starfið. 

Umsókn sendist á [email protected] merkt: Sérfræðingur á greiningarsviði. Öllum umsóknum verður svarað.  

Nánari upplýsingar veitir Kolfinna Jóhannesdótti sviðsstjóri greiningarsviðs,  í síma 514-7500, netfang: [email protected]

Umsóknafrestur er til og með 7. maí 2018.

Efnisorð

Var efnið hjálplegt?Nei
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn