Framkvæmdastjóri aðgerðarsviðs - Landspítali - Reykjavík - 201804/755

 

Framkvæmdastjóri aðgerðasviðs Landspítala
 
Landspítali leitar að kraftmiklum og reyndum stjórnanda sem hefur brennandi áhuga á að vinna með forstjóra að því að byggja upp sterka liðsheild og að framfylgja stefnu, markmiðasetningu og framtíðarsýn spítalans. Framkvæmdastjórinn er hluti af framkvæmdastjórn spítalans og heyrir beint undir forstjóra. 

Aðgerðasvið rekur m.a. allar skurðstofur Landspítala, gjörgæsludeildir, speglanastofur, svæfingadeildir, Blóðbankann, dauðhreinsun og vöknun. Velta sviðsins er um 9 milljarðar króna og stöðugildi um 450. 

Starfshlutfall er 100% og veitist starfið 1. júní 2018 eða samkvæmt samkomulagi. Ráðið er í starfið til 5 ára, sbr. 9. gr. laga nr. 40/2007 og stefnu Landspítala í ráðningum stjórnenda. Mögulegt er að sinna klínískri eða akademískri vinnu (10-20%) meðfram framkvæmdastjórastarfi. 

Helstu verkefni og ábyrgð
» Fagleg forysta um þjónustu við sjúklinga
» Forysta um uppbyggingu öryggismenningar og umbótastarfs
» Stefnumótun, markmiðasetning og áætlanagerð
» Uppbygging mannauðs og liðsheildar ásamt ábyrgð á starfsmannamálum
» Ábyrgð á fjármálum, fjárhagsáætlun og rekstri
» Efling kennslu og vísindastarfs á spítalanum
» Samhæfing á starfsemi sviðs við önnur svið og stoðeiningar

Hæfnikröfur
» Brennandi áhugi á uppbyggingu Landspítala og innleiðingu stefnu spítalans
» Reynsla af umbótastarfi, teymisvinnu og breytingastjórnun í heilbrigðisþjónustu
» Jákvætt lífsviðhorf og framúrskarandi leiðtoga- og samskiptahæfileikar
» Mikil hæfni í tjáningu í ræðu og riti, á íslensku og ensku
» Frumkvæði, drifkraftur og stefnumótandi hugsun
» Háskólapróf á heilbrigðissviði er skilyrði, viðbótarmenntun æskileg
» Farsæl stjórnunar- og rekstrarreynsla

Frekari upplýsingar um starfið
Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og viðkomandi stéttarfélag hafa gert.
Öllum umsóknum verður svarað. Tekið er mið af jafnréttisstefnu LSH við ráðningar á spítalanum. 

Umsækjendur eru beðnir að skila ítarlegri ferilskrá og kynningarbréfi, er inniheldur framtíðarsýn umsækjanda og rökstuðning fyrir hæfni til að gegna stöðunni.

Mat á umsóknum verður í höndum valnefndar þar sem forstjóri Landspítala tekur virkan þátt en forstjóri tekur ákvörðun um ráðningu í starfið. Viðtöl verða höfð við umsækjendur og byggist ákvörðun um ráðningu í starfið á þeim og innsendum gögnum. Einnig er mögulegt að umsækjendur verði beðnir að vinna raunhæft verkefni og/ eða að aflað verði umsagna.

Landspítali er lifandi og fjölbreyttur vinnustaður þar sem yfir 5.500 manns starfa í þverfaglegum teymum og samstarfi ólíkra fagstétta. Framtíðarsýn Landspítala er að vera háskólasjúkrahús í fremstu röð þar sem sjúklingurinn er ávallt í öndvegi. Lykiláherslur í stefnu spítalans eru öryggismenning, skilvirk og vönduð þjónusta, uppbygging mannauðs og stöðugar umbætur.

Starfshlutfall er 100%
Umsóknarfrestur er til og með 30.04.2018

Nánari upplýsingar veitir
Ásta Bjarnadóttir - [email protected] - 543 1330

LSH Skrifstofa mannauðssviðs
Eiríksgötu 5
101 Reykjavík


Smelltu hér til að sækja um starfið

 

Efnisorð

Var efnið hjálplegt?Nei
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn